Ísland mun gegna lykilhlutverki á Norðurskautsleiðinni 4. mars 2010 08:09 Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag.Ein af afleiðingum þess að Norðurskautsleiðin opnast er að siglingarleiðin frá Kína til Evrópu mun styttast verulega en sem stendur senda Kínverjar flutningaskip sín annað hvort um Súez- skurðinn eða suður fyrir Afríku.Kínverjar eru nú, samkvæmt Wade, að skipuleggja byggingu risastórra flutningaskipa sem verða sérstyrkt til siglinga í ís til að nýta sér styttri siglingaleiðina. En það þýðir að umskipa þarf farmi þeirra áður en hann fer á markað í Evrópu. „Ein augljós staðsetning er Ísland sem situr á innganginum að, eða útganginum, á hafinu við Norðurskautið," segir Wade í bréfi sinu. „Landið hefur nokkra firði sem hægt er að nota fyrir slíkar hafnir."Wade segir að þetta geti skýrt óvenjulega vinalegt samband Kína við litla Ísland. Hann nefnir sem dæmi að kínverska sendiráðið á Íslandi sé það stærsta af öllum sendiráðum. Þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007 var tekið á móti honum eins og um þjóðhöfðingja stórveldis væri að ræða.Þá nefnir Wade einnig þá staðreynd að Kína studdi opinberlega við tilraunir Íslands til að fá fulltrúa í Öryggisráð SÞ og aðstoðaði við að ná stuðningi hjá litlum þjóðum í Kyrrahafi og Karabíska hafinu.Rússland hefur svo sinn eigin áhuga á Íslandi. Rússar hafa áhyggjur af því að ESB sé að reyna að ná áhrifum í málefnum Norðurskautsins og gæti notað Ísland sem leið til þess. Rússar líta á Íslendinga sem sameiginlega Norðurskautsþjóð sína og er annt um að Ísland haldi sig utan ESB.„Breskir og hollenskir samningamenn sem þjarma að Íslendingum ættu að hafa í huga vaxandi mikilvægi staðsetningar Íslands nú þegar heimskautsísinn er að bráðna," segir Wade að lokum. „Íslendingar eru langminnugir og sækja sér styrk í máltæki Kissingers „the tyranny of the tiny"." Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag.Ein af afleiðingum þess að Norðurskautsleiðin opnast er að siglingarleiðin frá Kína til Evrópu mun styttast verulega en sem stendur senda Kínverjar flutningaskip sín annað hvort um Súez- skurðinn eða suður fyrir Afríku.Kínverjar eru nú, samkvæmt Wade, að skipuleggja byggingu risastórra flutningaskipa sem verða sérstyrkt til siglinga í ís til að nýta sér styttri siglingaleiðina. En það þýðir að umskipa þarf farmi þeirra áður en hann fer á markað í Evrópu. „Ein augljós staðsetning er Ísland sem situr á innganginum að, eða útganginum, á hafinu við Norðurskautið," segir Wade í bréfi sinu. „Landið hefur nokkra firði sem hægt er að nota fyrir slíkar hafnir."Wade segir að þetta geti skýrt óvenjulega vinalegt samband Kína við litla Ísland. Hann nefnir sem dæmi að kínverska sendiráðið á Íslandi sé það stærsta af öllum sendiráðum. Þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007 var tekið á móti honum eins og um þjóðhöfðingja stórveldis væri að ræða.Þá nefnir Wade einnig þá staðreynd að Kína studdi opinberlega við tilraunir Íslands til að fá fulltrúa í Öryggisráð SÞ og aðstoðaði við að ná stuðningi hjá litlum þjóðum í Kyrrahafi og Karabíska hafinu.Rússland hefur svo sinn eigin áhuga á Íslandi. Rússar hafa áhyggjur af því að ESB sé að reyna að ná áhrifum í málefnum Norðurskautsins og gæti notað Ísland sem leið til þess. Rússar líta á Íslendinga sem sameiginlega Norðurskautsþjóð sína og er annt um að Ísland haldi sig utan ESB.„Breskir og hollenskir samningamenn sem þjarma að Íslendingum ættu að hafa í huga vaxandi mikilvægi staðsetningar Íslands nú þegar heimskautsísinn er að bráðna," segir Wade að lokum. „Íslendingar eru langminnugir og sækja sér styrk í máltæki Kissingers „the tyranny of the tiny"."
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira