Ísland mun gegna lykilhlutverki á Norðurskautsleiðinni 4. mars 2010 08:09 Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag.Ein af afleiðingum þess að Norðurskautsleiðin opnast er að siglingarleiðin frá Kína til Evrópu mun styttast verulega en sem stendur senda Kínverjar flutningaskip sín annað hvort um Súez- skurðinn eða suður fyrir Afríku.Kínverjar eru nú, samkvæmt Wade, að skipuleggja byggingu risastórra flutningaskipa sem verða sérstyrkt til siglinga í ís til að nýta sér styttri siglingaleiðina. En það þýðir að umskipa þarf farmi þeirra áður en hann fer á markað í Evrópu. „Ein augljós staðsetning er Ísland sem situr á innganginum að, eða útganginum, á hafinu við Norðurskautið," segir Wade í bréfi sinu. „Landið hefur nokkra firði sem hægt er að nota fyrir slíkar hafnir."Wade segir að þetta geti skýrt óvenjulega vinalegt samband Kína við litla Ísland. Hann nefnir sem dæmi að kínverska sendiráðið á Íslandi sé það stærsta af öllum sendiráðum. Þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007 var tekið á móti honum eins og um þjóðhöfðingja stórveldis væri að ræða.Þá nefnir Wade einnig þá staðreynd að Kína studdi opinberlega við tilraunir Íslands til að fá fulltrúa í Öryggisráð SÞ og aðstoðaði við að ná stuðningi hjá litlum þjóðum í Kyrrahafi og Karabíska hafinu.Rússland hefur svo sinn eigin áhuga á Íslandi. Rússar hafa áhyggjur af því að ESB sé að reyna að ná áhrifum í málefnum Norðurskautsins og gæti notað Ísland sem leið til þess. Rússar líta á Íslendinga sem sameiginlega Norðurskautsþjóð sína og er annt um að Ísland haldi sig utan ESB.„Breskir og hollenskir samningamenn sem þjarma að Íslendingum ættu að hafa í huga vaxandi mikilvægi staðsetningar Íslands nú þegar heimskautsísinn er að bráðna," segir Wade að lokum. „Íslendingar eru langminnugir og sækja sér styrk í máltæki Kissingers „the tyranny of the tiny"." Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag.Ein af afleiðingum þess að Norðurskautsleiðin opnast er að siglingarleiðin frá Kína til Evrópu mun styttast verulega en sem stendur senda Kínverjar flutningaskip sín annað hvort um Súez- skurðinn eða suður fyrir Afríku.Kínverjar eru nú, samkvæmt Wade, að skipuleggja byggingu risastórra flutningaskipa sem verða sérstyrkt til siglinga í ís til að nýta sér styttri siglingaleiðina. En það þýðir að umskipa þarf farmi þeirra áður en hann fer á markað í Evrópu. „Ein augljós staðsetning er Ísland sem situr á innganginum að, eða útganginum, á hafinu við Norðurskautið," segir Wade í bréfi sinu. „Landið hefur nokkra firði sem hægt er að nota fyrir slíkar hafnir."Wade segir að þetta geti skýrt óvenjulega vinalegt samband Kína við litla Ísland. Hann nefnir sem dæmi að kínverska sendiráðið á Íslandi sé það stærsta af öllum sendiráðum. Þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007 var tekið á móti honum eins og um þjóðhöfðingja stórveldis væri að ræða.Þá nefnir Wade einnig þá staðreynd að Kína studdi opinberlega við tilraunir Íslands til að fá fulltrúa í Öryggisráð SÞ og aðstoðaði við að ná stuðningi hjá litlum þjóðum í Kyrrahafi og Karabíska hafinu.Rússland hefur svo sinn eigin áhuga á Íslandi. Rússar hafa áhyggjur af því að ESB sé að reyna að ná áhrifum í málefnum Norðurskautsins og gæti notað Ísland sem leið til þess. Rússar líta á Íslendinga sem sameiginlega Norðurskautsþjóð sína og er annt um að Ísland haldi sig utan ESB.„Breskir og hollenskir samningamenn sem þjarma að Íslendingum ættu að hafa í huga vaxandi mikilvægi staðsetningar Íslands nú þegar heimskautsísinn er að bráðna," segir Wade að lokum. „Íslendingar eru langminnugir og sækja sér styrk í máltæki Kissingers „the tyranny of the tiny"."
Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira