Viðskipti innlent

Arnór segir fjárfestum að halda ró sinni vegna Icesave

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir að erlendir fjárfestar eigi að halda ró sinni þótt Icesave samkomulaginu verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur.

Þetta kemur fram í viðtali Reuters við Arnór í morgun. Þar segir hann að Ísland komist af án fjármagns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) þar til landið þurfi að endurfjármagna skuldir sínar á næsta ári.

„Það eru engin sérstök tímatakmörk á því hvenær frekari seinkunn mun hafa alvarlegar afleiðingar," segir Arnór. „En ef þessi deilda dregst fram til 2011 lendum við í málum með endurfjármögnunina."

Það kemur ennfremur fram í máli Arnórs að óvissan um hvenær fjármagn frá AGS berist landinu valdi því að ekki sé hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem í gildi eru.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×