Gagnaver samþykkt úr iðnaðarnefnd - samningstími styttur um helming 28. apríl 2010 15:09 Iðnaðarnefnd Alþingis samþykkti í morgun frumvarpið um gagnaver á Suðurnesjum með breytingum. Nefndin leggur til að gildistími samningsins verði styttur um helming, þannig að samningurinn gildi til 10 ára en ekki 20 ára eins og kveðið var á um í frumvarpinu. Þetta kom fram á bloggi Skúla Helgasonar, formanns iðnaðarnefndar á pressan.is. Þar segir hann að það séu tvær ástæður fyrir styttingu samningsins. Annars vegar vill nefndin að gætt sé samræmis við nýtt frumvarp iðnaðarráðherra um ívilnanir vegna fjárfestinga, en þar er gert ráð fyrir að samningar um ívilnanir í framtíðinni verði til tíu ára. Harðvítug umræða fór af stað þegar í ljós kom að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti tæplega 22 prósent í fyrirtækinu sem stendur á bak við gagnaverið. En Björgólfur var einn aðaleiganda Landsbankans fyrir hrun. Skúli segir að það hafi verið mikil umræða í nefndinni um þátttöku Novators, fyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar í verkefninu. Skúli áréttar hinsvegar að það liggi hins vegar fyrir að stjórnvöld geti ekki krafist þess að Novator gangi út úr verkefninu. Það myndi að mati Skúla brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og í öðru lagi myndi það kippa fótunum undan verkefninu því fyrir liggur samkomulag við nýjan hluthafa, breska góðgerðarsjóðinn Wellcome Trust, þess efnis að enginn eldri hluthafa, þar með talið Novator, hverfi frá verkefninu næstu 24 mánuði hið minnsta. Að lokum þá mun Novator sem hluthafi ekki njóta neins fjárhagslegs ávinnings af fjárfestingarsamningnum, heldur afsali þeim réttindum í hendur ríkinu og þar með þjóðinni. Verðmæti fjárfestingarsamningsins er áætlað tæpar 500 milljónir króna og má því ætla að hlutur Novators væri allt að 100 milljónir króna. Skúli segir að með samkomulaginu fellst Novator á að afsala sér þeim hlut til ríkisins. Því til viðbótar er kveðið á um að ríkið njóti góðs af því ef eignarhlutur Novators hækkar í verði í framtíðinni, þ.e. greiðslan til ríkisins hækkar þá samhliða. Þá má nefna að eigandi Novator hefur skuldbundið sig til að verja mögulegum söluhagnaði vegna verkefnisins í framtíðinni til frekari fjárfestinga í íslensku atvinnulífi. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Iðnaðarnefnd Alþingis samþykkti í morgun frumvarpið um gagnaver á Suðurnesjum með breytingum. Nefndin leggur til að gildistími samningsins verði styttur um helming, þannig að samningurinn gildi til 10 ára en ekki 20 ára eins og kveðið var á um í frumvarpinu. Þetta kom fram á bloggi Skúla Helgasonar, formanns iðnaðarnefndar á pressan.is. Þar segir hann að það séu tvær ástæður fyrir styttingu samningsins. Annars vegar vill nefndin að gætt sé samræmis við nýtt frumvarp iðnaðarráðherra um ívilnanir vegna fjárfestinga, en þar er gert ráð fyrir að samningar um ívilnanir í framtíðinni verði til tíu ára. Harðvítug umræða fór af stað þegar í ljós kom að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti tæplega 22 prósent í fyrirtækinu sem stendur á bak við gagnaverið. En Björgólfur var einn aðaleiganda Landsbankans fyrir hrun. Skúli segir að það hafi verið mikil umræða í nefndinni um þátttöku Novators, fyrirtækis Björgólfs Thors Björgólfssonar í verkefninu. Skúli áréttar hinsvegar að það liggi hins vegar fyrir að stjórnvöld geti ekki krafist þess að Novator gangi út úr verkefninu. Það myndi að mati Skúla brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og í öðru lagi myndi það kippa fótunum undan verkefninu því fyrir liggur samkomulag við nýjan hluthafa, breska góðgerðarsjóðinn Wellcome Trust, þess efnis að enginn eldri hluthafa, þar með talið Novator, hverfi frá verkefninu næstu 24 mánuði hið minnsta. Að lokum þá mun Novator sem hluthafi ekki njóta neins fjárhagslegs ávinnings af fjárfestingarsamningnum, heldur afsali þeim réttindum í hendur ríkinu og þar með þjóðinni. Verðmæti fjárfestingarsamningsins er áætlað tæpar 500 milljónir króna og má því ætla að hlutur Novators væri allt að 100 milljónir króna. Skúli segir að með samkomulaginu fellst Novator á að afsala sér þeim hlut til ríkisins. Því til viðbótar er kveðið á um að ríkið njóti góðs af því ef eignarhlutur Novators hækkar í verði í framtíðinni, þ.e. greiðslan til ríkisins hækkar þá samhliða. Þá má nefna að eigandi Novator hefur skuldbundið sig til að verja mögulegum söluhagnaði vegna verkefnisins í framtíðinni til frekari fjárfestinga í íslensku atvinnulífi.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira