Segir rekstrarkostnað lífeyrissjóða glórulausan Valur Grettisson skrifar 13. nóvember 2010 15:46 Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er glórulaus að mati Ragnars Þórs. „Þetta er glórulaust í þeim skilningi að sjóðirnir gera nákvæmlega það sama," segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, en hann tók saman rekstrarkostnað sex stærstu lífeyrissjóðanna fyrir árið 2009. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að rekstrarkostnaður þeirra er samanlagður 2,1 milljarður. Sjóðirnir sem um ræðir eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkissins, Verslunarmanna, Gildi, Stafir, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stapi. Mestur er rekstrarkostnaðurinn hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins. Þar er kostnaðurinn tæpar 600 milljónir króna. Hjá sjóðnum starfa 40,4 stöðugildi Launakostnaður sjóðsins eru rétt tæpar þrjúhundruð milljónir. Því er meðal launakostnaður á hvert stöðugildi 7,2 milljónir króna. Þess má geta að auðvitað eru ekki allir starfsmenn með svo háar tekjur. Launahæsti framkvæmdarstjórinn er hjá Gildi það er Árni Guðmundsson sem er með nítján og hálfa milljón í árstekjur. „Rekstrarkostnaðurinn hefur ekkert minnkað síðan eftir hrun," segir Ragnar Þór sem hefur skoðað lífeyrissjóðina nú í þrjú ár. Hann segir einu leiðina til þess að lækka rekstrarkostnað sjóðanna sé að sameina þá í einn sjóð og hann bendir á að sjóðirnir séu í raun að vinna sömu vinnuna. Ragnar Þór Ingólfsson vill sameina lífeyrissjóðina. „Það er ólíðandi að rekstrarkostnaðurinn sé jafn hár og raun ber vitni," segir Ragnar Þór sem segir alla sjóðina sýsla í litlu hagkerfi og geta bara fjárfest visst mikið. Hann segir launakostnaðinn líka óvanalega háan. Til að mynda er launakostnaðurinn rúmur milljarður hjá þessum sex lífeyrissjóðum sem telja 63 prósent af öllum eignum lífeyrissjóðanna. Alls eru 132 stöðugildi hjá þessum sex lífeyrissjóðum. Ragnar fullyrðir að með sameiningu sjóðanna sé hægt að spara einn og hálfan milljarð. Þá má því áætla að kostnaður við rekstur sjóðanna gæti verið um 4 milljarðar á ári ef erlend fjárfestingagjöld eru tekin með í reikninginn. Á bloggi sínu skrifar Ragnar Þór: „Miðað við þetta hlutfall væri rekstrarkostnaður við kerfið kr. 3.342.570.904 á ári. Sem jafngildir iðgjöldum 11.458 einstaklinga með 200.000 kr. í laun á mánuði." Þess má geta að inn í þessar tölur vantar erlend fjárfestingagjöld. Hægt er að skoða bloggið hans hér. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Þetta er glórulaust í þeim skilningi að sjóðirnir gera nákvæmlega það sama," segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, en hann tók saman rekstrarkostnað sex stærstu lífeyrissjóðanna fyrir árið 2009. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að rekstrarkostnaður þeirra er samanlagður 2,1 milljarður. Sjóðirnir sem um ræðir eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkissins, Verslunarmanna, Gildi, Stafir, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stapi. Mestur er rekstrarkostnaðurinn hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins. Þar er kostnaðurinn tæpar 600 milljónir króna. Hjá sjóðnum starfa 40,4 stöðugildi Launakostnaður sjóðsins eru rétt tæpar þrjúhundruð milljónir. Því er meðal launakostnaður á hvert stöðugildi 7,2 milljónir króna. Þess má geta að auðvitað eru ekki allir starfsmenn með svo háar tekjur. Launahæsti framkvæmdarstjórinn er hjá Gildi það er Árni Guðmundsson sem er með nítján og hálfa milljón í árstekjur. „Rekstrarkostnaðurinn hefur ekkert minnkað síðan eftir hrun," segir Ragnar Þór sem hefur skoðað lífeyrissjóðina nú í þrjú ár. Hann segir einu leiðina til þess að lækka rekstrarkostnað sjóðanna sé að sameina þá í einn sjóð og hann bendir á að sjóðirnir séu í raun að vinna sömu vinnuna. Ragnar Þór Ingólfsson vill sameina lífeyrissjóðina. „Það er ólíðandi að rekstrarkostnaðurinn sé jafn hár og raun ber vitni," segir Ragnar Þór sem segir alla sjóðina sýsla í litlu hagkerfi og geta bara fjárfest visst mikið. Hann segir launakostnaðinn líka óvanalega háan. Til að mynda er launakostnaðurinn rúmur milljarður hjá þessum sex lífeyrissjóðum sem telja 63 prósent af öllum eignum lífeyrissjóðanna. Alls eru 132 stöðugildi hjá þessum sex lífeyrissjóðum. Ragnar fullyrðir að með sameiningu sjóðanna sé hægt að spara einn og hálfan milljarð. Þá má því áætla að kostnaður við rekstur sjóðanna gæti verið um 4 milljarðar á ári ef erlend fjárfestingagjöld eru tekin með í reikninginn. Á bloggi sínu skrifar Ragnar Þór: „Miðað við þetta hlutfall væri rekstrarkostnaður við kerfið kr. 3.342.570.904 á ári. Sem jafngildir iðgjöldum 11.458 einstaklinga með 200.000 kr. í laun á mánuði." Þess má geta að inn í þessar tölur vantar erlend fjárfestingagjöld. Hægt er að skoða bloggið hans hér.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira