Yfirtaka Íslandsbanka á Eik samþykkt með skilyrðum 13. júlí 2010 10:23 Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Íslandsbanka á Eik Properties ehf. en setur jafnframt margvísleg skilyrði fyrir yfirtökunni. Yfirtaka Íslandsbanka hf. á öllu hlutafé Eik Properties ehf. felur í sér samruna í skilningi samkeppnislaganna.Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Meðal skilyrða sem yfirtökunni eru sett má nefna að Íslandsbanki skal selja eignarhluti sinn í Eik eins fljótt og verða má. Samkeppniseftirlitið getur framlengt sölufrest sæki bankinn um það. Í umsókn um framlengingu sölufrests skal rökstutt hvaða atvik komi í veg fyrir sölu.Eignarhlutur Íslandsbanka skal seldur í fyrirfram skilgreindu og gagnsæju ferli, verði því við komið, t.d. með skráningu í kauphöll að undangengnu útboði í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti„Markmið ákvörðunar þessarar er að tryggja að viðskiptatengsl Íslandsbanka við fyrirtæki sem starfa á sömu eða skyldum mörkuðum og Eik skaði ekki samkeppni á meðan Eik er undir yfirráðum Íslandsbanka. Skal bankinn í því skyni tryggja sjálfstæði Eikar á samkeppnismarkaði," segir á vefsíðunni.Af öðrum skilyrðum má nefna að hlutafé það sem Íslandsbanki á í Eik skal komið fyrir í eignarhaldsfélagi í eigu bankans.Eignarhaldsfélagið skal lúta eftirfarandi reglum að lágmarki:Meirihluti stjórnar eignarhaldsfélagsins skal skipaður stjórnarmönnum sem eru óháðir Íslandsbanka. Aðrir stjórnarmenn mega ekki koma úr hópi starfsmanna á þeim sviðum bankans sem bera ábyrgð á útlánum til fyrirtækja.Eik og fasteignir í eigu þess skulu seldar eins fljótt og verða má. Nú fellur Íslandsbanki frá því að selja félagið í einu lagi og skal þá gerð áætlun um sölu fasteigna í eigu eignarhaldsfélagsins.Eik skal rekin sem sjálfstætt félag undir eignarhaldsfélaginu. Eignarhaldsfélagið skipar þá stjórn Eikar og skal stjórn félagsins vera óháð eignarhaldsfélaginu. Stjórnarmönnum og starfsmönnum Íslandsbanka eða öðrum aðilum sem teljast háðir bankanum er óheimilt að sitja í stjórn Eikar. Rekstur Eikar skal vera að fullu aðskilinn frá öðrum rekstri bankans og eignarhaldsfélagsins.Íslandsbanki skal fela óháðum aðila eða aðilum eftirlit með því að skilyrðum ákvörðunar þessarar sé fylgt. Með óháðum aðila er hér átt við aðila sem ráðinn er af bankanum og kemur ekki með neinum hætti að framkvæmd skilyrða ákvörðunar þessarar eða starfsemi bankans eða eignarhaldsfélagsins sem tengist skilyrðum ákvörðunarinnar.Eik var annað stærsta fasteignafélag hér á landi á eftir Landic Properties. Dótturfélög Eikar eiga t.a.m. ráðandi hlut í Smáralind, fasteignir Húsasmiðjunnar, fasteignir í Noregi og 55 fasteignir í miðborg Reykjavíkur, í póstnúmerunum 105 og 108 og víðar.Fasteignirnar sem um ræðir eru t.d. Austurstræti 5, 7 og 17, Hafnarstræti 5,8 og 7 og Bankastræti 5. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Íslandsbanka á Eik Properties ehf. en setur jafnframt margvísleg skilyrði fyrir yfirtökunni. Yfirtaka Íslandsbanka hf. á öllu hlutafé Eik Properties ehf. felur í sér samruna í skilningi samkeppnislaganna.Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Meðal skilyrða sem yfirtökunni eru sett má nefna að Íslandsbanki skal selja eignarhluti sinn í Eik eins fljótt og verða má. Samkeppniseftirlitið getur framlengt sölufrest sæki bankinn um það. Í umsókn um framlengingu sölufrests skal rökstutt hvaða atvik komi í veg fyrir sölu.Eignarhlutur Íslandsbanka skal seldur í fyrirfram skilgreindu og gagnsæju ferli, verði því við komið, t.d. með skráningu í kauphöll að undangengnu útboði í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti„Markmið ákvörðunar þessarar er að tryggja að viðskiptatengsl Íslandsbanka við fyrirtæki sem starfa á sömu eða skyldum mörkuðum og Eik skaði ekki samkeppni á meðan Eik er undir yfirráðum Íslandsbanka. Skal bankinn í því skyni tryggja sjálfstæði Eikar á samkeppnismarkaði," segir á vefsíðunni.Af öðrum skilyrðum má nefna að hlutafé það sem Íslandsbanki á í Eik skal komið fyrir í eignarhaldsfélagi í eigu bankans.Eignarhaldsfélagið skal lúta eftirfarandi reglum að lágmarki:Meirihluti stjórnar eignarhaldsfélagsins skal skipaður stjórnarmönnum sem eru óháðir Íslandsbanka. Aðrir stjórnarmenn mega ekki koma úr hópi starfsmanna á þeim sviðum bankans sem bera ábyrgð á útlánum til fyrirtækja.Eik og fasteignir í eigu þess skulu seldar eins fljótt og verða má. Nú fellur Íslandsbanki frá því að selja félagið í einu lagi og skal þá gerð áætlun um sölu fasteigna í eigu eignarhaldsfélagsins.Eik skal rekin sem sjálfstætt félag undir eignarhaldsfélaginu. Eignarhaldsfélagið skipar þá stjórn Eikar og skal stjórn félagsins vera óháð eignarhaldsfélaginu. Stjórnarmönnum og starfsmönnum Íslandsbanka eða öðrum aðilum sem teljast háðir bankanum er óheimilt að sitja í stjórn Eikar. Rekstur Eikar skal vera að fullu aðskilinn frá öðrum rekstri bankans og eignarhaldsfélagsins.Íslandsbanki skal fela óháðum aðila eða aðilum eftirlit með því að skilyrðum ákvörðunar þessarar sé fylgt. Með óháðum aðila er hér átt við aðila sem ráðinn er af bankanum og kemur ekki með neinum hætti að framkvæmd skilyrða ákvörðunar þessarar eða starfsemi bankans eða eignarhaldsfélagsins sem tengist skilyrðum ákvörðunarinnar.Eik var annað stærsta fasteignafélag hér á landi á eftir Landic Properties. Dótturfélög Eikar eiga t.a.m. ráðandi hlut í Smáralind, fasteignir Húsasmiðjunnar, fasteignir í Noregi og 55 fasteignir í miðborg Reykjavíkur, í póstnúmerunum 105 og 108 og víðar.Fasteignirnar sem um ræðir eru t.d. Austurstræti 5, 7 og 17, Hafnarstræti 5,8 og 7 og Bankastræti 5.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Sjá meira