Yfirtaka Íslandsbanka á Eik samþykkt með skilyrðum 13. júlí 2010 10:23 Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Íslandsbanka á Eik Properties ehf. en setur jafnframt margvísleg skilyrði fyrir yfirtökunni. Yfirtaka Íslandsbanka hf. á öllu hlutafé Eik Properties ehf. felur í sér samruna í skilningi samkeppnislaganna.Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Meðal skilyrða sem yfirtökunni eru sett má nefna að Íslandsbanki skal selja eignarhluti sinn í Eik eins fljótt og verða má. Samkeppniseftirlitið getur framlengt sölufrest sæki bankinn um það. Í umsókn um framlengingu sölufrests skal rökstutt hvaða atvik komi í veg fyrir sölu.Eignarhlutur Íslandsbanka skal seldur í fyrirfram skilgreindu og gagnsæju ferli, verði því við komið, t.d. með skráningu í kauphöll að undangengnu útboði í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti„Markmið ákvörðunar þessarar er að tryggja að viðskiptatengsl Íslandsbanka við fyrirtæki sem starfa á sömu eða skyldum mörkuðum og Eik skaði ekki samkeppni á meðan Eik er undir yfirráðum Íslandsbanka. Skal bankinn í því skyni tryggja sjálfstæði Eikar á samkeppnismarkaði," segir á vefsíðunni.Af öðrum skilyrðum má nefna að hlutafé það sem Íslandsbanki á í Eik skal komið fyrir í eignarhaldsfélagi í eigu bankans.Eignarhaldsfélagið skal lúta eftirfarandi reglum að lágmarki:Meirihluti stjórnar eignarhaldsfélagsins skal skipaður stjórnarmönnum sem eru óháðir Íslandsbanka. Aðrir stjórnarmenn mega ekki koma úr hópi starfsmanna á þeim sviðum bankans sem bera ábyrgð á útlánum til fyrirtækja.Eik og fasteignir í eigu þess skulu seldar eins fljótt og verða má. Nú fellur Íslandsbanki frá því að selja félagið í einu lagi og skal þá gerð áætlun um sölu fasteigna í eigu eignarhaldsfélagsins.Eik skal rekin sem sjálfstætt félag undir eignarhaldsfélaginu. Eignarhaldsfélagið skipar þá stjórn Eikar og skal stjórn félagsins vera óháð eignarhaldsfélaginu. Stjórnarmönnum og starfsmönnum Íslandsbanka eða öðrum aðilum sem teljast háðir bankanum er óheimilt að sitja í stjórn Eikar. Rekstur Eikar skal vera að fullu aðskilinn frá öðrum rekstri bankans og eignarhaldsfélagsins.Íslandsbanki skal fela óháðum aðila eða aðilum eftirlit með því að skilyrðum ákvörðunar þessarar sé fylgt. Með óháðum aðila er hér átt við aðila sem ráðinn er af bankanum og kemur ekki með neinum hætti að framkvæmd skilyrða ákvörðunar þessarar eða starfsemi bankans eða eignarhaldsfélagsins sem tengist skilyrðum ákvörðunarinnar.Eik var annað stærsta fasteignafélag hér á landi á eftir Landic Properties. Dótturfélög Eikar eiga t.a.m. ráðandi hlut í Smáralind, fasteignir Húsasmiðjunnar, fasteignir í Noregi og 55 fasteignir í miðborg Reykjavíkur, í póstnúmerunum 105 og 108 og víðar.Fasteignirnar sem um ræðir eru t.d. Austurstræti 5, 7 og 17, Hafnarstræti 5,8 og 7 og Bankastræti 5. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt yfirtöku Íslandsbanka á Eik Properties ehf. en setur jafnframt margvísleg skilyrði fyrir yfirtökunni. Yfirtaka Íslandsbanka hf. á öllu hlutafé Eik Properties ehf. felur í sér samruna í skilningi samkeppnislaganna.Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Meðal skilyrða sem yfirtökunni eru sett má nefna að Íslandsbanki skal selja eignarhluti sinn í Eik eins fljótt og verða má. Samkeppniseftirlitið getur framlengt sölufrest sæki bankinn um það. Í umsókn um framlengingu sölufrests skal rökstutt hvaða atvik komi í veg fyrir sölu.Eignarhlutur Íslandsbanka skal seldur í fyrirfram skilgreindu og gagnsæju ferli, verði því við komið, t.d. með skráningu í kauphöll að undangengnu útboði í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti„Markmið ákvörðunar þessarar er að tryggja að viðskiptatengsl Íslandsbanka við fyrirtæki sem starfa á sömu eða skyldum mörkuðum og Eik skaði ekki samkeppni á meðan Eik er undir yfirráðum Íslandsbanka. Skal bankinn í því skyni tryggja sjálfstæði Eikar á samkeppnismarkaði," segir á vefsíðunni.Af öðrum skilyrðum má nefna að hlutafé það sem Íslandsbanki á í Eik skal komið fyrir í eignarhaldsfélagi í eigu bankans.Eignarhaldsfélagið skal lúta eftirfarandi reglum að lágmarki:Meirihluti stjórnar eignarhaldsfélagsins skal skipaður stjórnarmönnum sem eru óháðir Íslandsbanka. Aðrir stjórnarmenn mega ekki koma úr hópi starfsmanna á þeim sviðum bankans sem bera ábyrgð á útlánum til fyrirtækja.Eik og fasteignir í eigu þess skulu seldar eins fljótt og verða má. Nú fellur Íslandsbanki frá því að selja félagið í einu lagi og skal þá gerð áætlun um sölu fasteigna í eigu eignarhaldsfélagsins.Eik skal rekin sem sjálfstætt félag undir eignarhaldsfélaginu. Eignarhaldsfélagið skipar þá stjórn Eikar og skal stjórn félagsins vera óháð eignarhaldsfélaginu. Stjórnarmönnum og starfsmönnum Íslandsbanka eða öðrum aðilum sem teljast háðir bankanum er óheimilt að sitja í stjórn Eikar. Rekstur Eikar skal vera að fullu aðskilinn frá öðrum rekstri bankans og eignarhaldsfélagsins.Íslandsbanki skal fela óháðum aðila eða aðilum eftirlit með því að skilyrðum ákvörðunar þessarar sé fylgt. Með óháðum aðila er hér átt við aðila sem ráðinn er af bankanum og kemur ekki með neinum hætti að framkvæmd skilyrða ákvörðunar þessarar eða starfsemi bankans eða eignarhaldsfélagsins sem tengist skilyrðum ákvörðunarinnar.Eik var annað stærsta fasteignafélag hér á landi á eftir Landic Properties. Dótturfélög Eikar eiga t.a.m. ráðandi hlut í Smáralind, fasteignir Húsasmiðjunnar, fasteignir í Noregi og 55 fasteignir í miðborg Reykjavíkur, í póstnúmerunum 105 og 108 og víðar.Fasteignirnar sem um ræðir eru t.d. Austurstræti 5, 7 og 17, Hafnarstræti 5,8 og 7 og Bankastræti 5.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira