„Búið að taka mig af lífi“ Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júlí 2010 20:57 Stefán Hilmarsson segist hafa verið tekinn af lífi áður en niðurstaða fékkst í mál hans gegn Kaupþingi. „Ég hef nú aldrei lent í öðru eins ofbeldi á ævinni og hef ég þó gengið í gegnum ýmislegt," segir Stefán H. Hilmarsson endurskoðandi. Stefán, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 10 dögum síðan. Hann ætlar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og á von á að honum verði snúið við. Hann segir forsögu málsins vera þá að hann eigi í dómsmáli fyrir héraðsdómi í máli vegna vörslureikninga sem hann átti hjá Kaupþingi. Hann segir að lögmenn sinir hafi verið í gagnaöflun í fyrirtökum í málinu og kallað hafi verið eftir gögnum frá Arion banka um meðferð fjármuna á vörslureikningnum „Og þá kemur nú eitt og annað mjög skrýtið í ljós þegar farið er að skoða hvernig bankinn gekk um mínar eignir á vörslureikningi í bankanum," segir Stefán.Aðgerðir bankans hugsanlega persónulegs eðlis Arion banki höfðaði hins vegar mál gegn Stefáni vegna skuldar og krafðist kyrrsetningar á eignum hans. Hann hafi ekki getað lagt fram tryggingar vegna kröfu Arion og kyrrsetningin hafi því orðið árangurslaus. „Þá nánast lýsa lögmenn bankans því yfir á fundi að þeir ætli að keyra mig i þrot. „Um leið og ég er úrskurðaður gjaldþrota er ég búinn að missa forræðið yfir málinu. Þannig að áður en liggur fyrir endanleg niðurstaða í því máli sem okkur greinir á um að þá er búið að taka mig af lífi," segir Stefán. Hann sakar bankann um að vilja svipta sig forræði í því máli sem hann hafi höfðað gegn Kaupþingi. „Svona kyrrsetningaraðgerð og gjaldþrot er bara mjög harkaleg aðgerð þegar ágreiningur er um það hvernig bankinn hagaði meðferð fjármuna á mínum vörslureikningi," segir Stefán. Hann segist ekki vita hvers vegna bankinn hafi farið fram með slíku offorsi. Hugsanlega sé það þó persónulegs eðlis. Stefán bendir á að nú séu hundruð lántakenda að semja við bankana. „Það ríkir mikil óvissa um fjárhæð lána vegna gengistryggingardóms Hæstaréttar. Engu að síður eru þessir menn að halda því áfram að gera menn gjaldþrota út af skuldastöðu í banka," segir Stefán. Hann er verulega vonsvikinn yfir því að ekki hafi fengist niðurstaða í málinu sem hann höfðaði vegna vörslureikninga sinna. „Maður hefði talið að fyrst ætti að leysa ágreiningsmálið sem er fyrir héraði. Ef að ég hefði tapað því máli, þá hefði ég kannski skilið hörkuna í bankanum," segir Stefán. Hann segist ekki vita um mörg mál þar sem bankarnir gangi fram með slíku offorsi. „Ég er svo hissa á því af hverju þeir hjóla svona í mig að ég bara átta mig ekki á þessu," segir hann. Íhugar að kæra til lögreglu Stefán segir það liggja við að málið sem hann reki gegn bankanum sé það alvarlegt að sumt af því verði kært til lögreglu. „Það er verið að nota fjármuni í allsherjarmarkaðsmisnotkun sem bankinn stóð fyrir á 12 mánaða tímabili fyrir hrun," segir Stefán. Fjármunir sínir hafi verið notaðir til þess að kaupa hlutabréf í félögum tengdum Kaupþingi, á borð við Exista, Kaupþing og Bakkavör, án þess að hann hafi haft nokkuð um það að segja. „Þetta eru stór orð og maður hefði viljað leysa þennan ágreining fyrir héraði áður en maður spilar þessu út í fjölmiðla. Staðreyndirnar eru hins vegar þær að þeir gengu um þessa fjármuni mína alveg eins og ég veit ekki hvað," segir Stefán. Stefán ráðleggur einstaklingum sem voru í viðskiptum við Kaupþing að láta fagmenn fara yfir alla fjárvörslureikninga sem voru hjá bankanum og skoða hvort eitthvað misjafnt hafi verið á seyði. „Menn eiga eftir að finna margt," segir Stefán. Tengdar fréttir Stefán Hilmarsson gjaldþrota Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn. 19. júlí 2010 17:18 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
„Ég hef nú aldrei lent í öðru eins ofbeldi á ævinni og hef ég þó gengið í gegnum ýmislegt," segir Stefán H. Hilmarsson endurskoðandi. Stefán, sem er fyrrverandi fjármálastjóri Baugs og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 10 dögum síðan. Hann ætlar að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar og á von á að honum verði snúið við. Hann segir forsögu málsins vera þá að hann eigi í dómsmáli fyrir héraðsdómi í máli vegna vörslureikninga sem hann átti hjá Kaupþingi. Hann segir að lögmenn sinir hafi verið í gagnaöflun í fyrirtökum í málinu og kallað hafi verið eftir gögnum frá Arion banka um meðferð fjármuna á vörslureikningnum „Og þá kemur nú eitt og annað mjög skrýtið í ljós þegar farið er að skoða hvernig bankinn gekk um mínar eignir á vörslureikningi í bankanum," segir Stefán.Aðgerðir bankans hugsanlega persónulegs eðlis Arion banki höfðaði hins vegar mál gegn Stefáni vegna skuldar og krafðist kyrrsetningar á eignum hans. Hann hafi ekki getað lagt fram tryggingar vegna kröfu Arion og kyrrsetningin hafi því orðið árangurslaus. „Þá nánast lýsa lögmenn bankans því yfir á fundi að þeir ætli að keyra mig i þrot. „Um leið og ég er úrskurðaður gjaldþrota er ég búinn að missa forræðið yfir málinu. Þannig að áður en liggur fyrir endanleg niðurstaða í því máli sem okkur greinir á um að þá er búið að taka mig af lífi," segir Stefán. Hann sakar bankann um að vilja svipta sig forræði í því máli sem hann hafi höfðað gegn Kaupþingi. „Svona kyrrsetningaraðgerð og gjaldþrot er bara mjög harkaleg aðgerð þegar ágreiningur er um það hvernig bankinn hagaði meðferð fjármuna á mínum vörslureikningi," segir Stefán. Hann segist ekki vita hvers vegna bankinn hafi farið fram með slíku offorsi. Hugsanlega sé það þó persónulegs eðlis. Stefán bendir á að nú séu hundruð lántakenda að semja við bankana. „Það ríkir mikil óvissa um fjárhæð lána vegna gengistryggingardóms Hæstaréttar. Engu að síður eru þessir menn að halda því áfram að gera menn gjaldþrota út af skuldastöðu í banka," segir Stefán. Hann er verulega vonsvikinn yfir því að ekki hafi fengist niðurstaða í málinu sem hann höfðaði vegna vörslureikninga sinna. „Maður hefði talið að fyrst ætti að leysa ágreiningsmálið sem er fyrir héraði. Ef að ég hefði tapað því máli, þá hefði ég kannski skilið hörkuna í bankanum," segir Stefán. Hann segist ekki vita um mörg mál þar sem bankarnir gangi fram með slíku offorsi. „Ég er svo hissa á því af hverju þeir hjóla svona í mig að ég bara átta mig ekki á þessu," segir hann. Íhugar að kæra til lögreglu Stefán segir það liggja við að málið sem hann reki gegn bankanum sé það alvarlegt að sumt af því verði kært til lögreglu. „Það er verið að nota fjármuni í allsherjarmarkaðsmisnotkun sem bankinn stóð fyrir á 12 mánaða tímabili fyrir hrun," segir Stefán. Fjármunir sínir hafi verið notaðir til þess að kaupa hlutabréf í félögum tengdum Kaupþingi, á borð við Exista, Kaupþing og Bakkavör, án þess að hann hafi haft nokkuð um það að segja. „Þetta eru stór orð og maður hefði viljað leysa þennan ágreining fyrir héraði áður en maður spilar þessu út í fjölmiðla. Staðreyndirnar eru hins vegar þær að þeir gengu um þessa fjármuni mína alveg eins og ég veit ekki hvað," segir Stefán. Stefán ráðleggur einstaklingum sem voru í viðskiptum við Kaupþing að láta fagmenn fara yfir alla fjárvörslureikninga sem voru hjá bankanum og skoða hvort eitthvað misjafnt hafi verið á seyði. „Menn eiga eftir að finna margt," segir Stefán.
Tengdar fréttir Stefán Hilmarsson gjaldþrota Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn. 19. júlí 2010 17:18 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Stefán Hilmarsson gjaldþrota Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs Group og núverandi fjármálastjóri 365 miðla, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Eftir því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu var úrskurðurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí síðastliðinn. 19. júlí 2010 17:18