Segja Sparisjóðabankann hafa farið fram með offorsi Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 19. júlí 2010 18:54 Hluthafar tveggja félaga sem voru sett í þrot af Sparisjóðabankanum vegna gengislána ætla í skaðabótamál við skilanefnd bankans. Fyrrverandi stjórnarformaður félaganna segir skilanefndina fara fram með offorsi og sakar hana um að beita klíkuskap við yfirtöku á félögum. Einkahlutafélögin Spor og Sporbaugur ráku heildsöluverslun og verslanir með skófatnað. Síðasta haust keypti félagið S4S skóverslanirnar Steinar Waage, skór.is og Ecco út úr Sporbaugi. Stefán Bragi Bjarnason, fyrrverandi stjórnarformaður félaganna, segir þetta hafa verið gert í samráði við stærsta kröfuhafa félaganna, Byr Sparisjóð. Eftir hafi setið um fimmhundrað milljóna króna skuld við Sparisjóðabanka Íslands sem tók félögin yfir og fengið í leiðinni tvöhundruð milljónir króna í reiðufé og lager. Félögin voru svo tekin til gjaldþrotaskipta þann 21. desember síðastliðinn. Við þetta eru forsvarsmenn félaganna afar ósáttir: „Allar þessar skuldir eru vegna gengistengdum lánum sem núna eru líklega orðin ólögleg. Það var engin önnur ástæða fyrir því að fyrirtækin voru orðin gjaldþrota heldur en hækkun þeirra lána." Stefán Bragi vandar skilanefnd Sparisjóðabankans ekki kveðjurnar. „Okkur er ekki stætt á öðru en að höfða skaðabótamál á hendur þessum mönnum. Þeir fara fram með þvílíku offorsi," segir Stefán Bragi. Hann er þó ekki viss um að það hafi neitt upp á sig þar sem að Sparisjóðabankinn er gjaldþrota. „Nei, en hvað á maður að gera? Ef maður telur að á sér sé brotið, þá verður maður að sækja rétt sinn." Skilanefndin hefur einnig leyst til sín félagið Seven Miles sem var eitt þeirra félaga sem átti Spor og Sporbaug. Hluthafar höfðuðu mál sem hefur ítrekað verið vísað í hérað frá Hæstarétti. „Þeir taka félagið yfir, skipta um stjórn og setja það í gjaldþrot án þess að upplýsa eigendur eða stjórna. Þeir gera þetta í skjóli myrkurs og með því að beita klíkustarfsemi inni í Hlutafélagaskrá," segir Stefán Bragi. Ekki náðist í skilanefnd Sparisjóðabankans í dag. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Hluthafar tveggja félaga sem voru sett í þrot af Sparisjóðabankanum vegna gengislána ætla í skaðabótamál við skilanefnd bankans. Fyrrverandi stjórnarformaður félaganna segir skilanefndina fara fram með offorsi og sakar hana um að beita klíkuskap við yfirtöku á félögum. Einkahlutafélögin Spor og Sporbaugur ráku heildsöluverslun og verslanir með skófatnað. Síðasta haust keypti félagið S4S skóverslanirnar Steinar Waage, skór.is og Ecco út úr Sporbaugi. Stefán Bragi Bjarnason, fyrrverandi stjórnarformaður félaganna, segir þetta hafa verið gert í samráði við stærsta kröfuhafa félaganna, Byr Sparisjóð. Eftir hafi setið um fimmhundrað milljóna króna skuld við Sparisjóðabanka Íslands sem tók félögin yfir og fengið í leiðinni tvöhundruð milljónir króna í reiðufé og lager. Félögin voru svo tekin til gjaldþrotaskipta þann 21. desember síðastliðinn. Við þetta eru forsvarsmenn félaganna afar ósáttir: „Allar þessar skuldir eru vegna gengistengdum lánum sem núna eru líklega orðin ólögleg. Það var engin önnur ástæða fyrir því að fyrirtækin voru orðin gjaldþrota heldur en hækkun þeirra lána." Stefán Bragi vandar skilanefnd Sparisjóðabankans ekki kveðjurnar. „Okkur er ekki stætt á öðru en að höfða skaðabótamál á hendur þessum mönnum. Þeir fara fram með þvílíku offorsi," segir Stefán Bragi. Hann er þó ekki viss um að það hafi neitt upp á sig þar sem að Sparisjóðabankinn er gjaldþrota. „Nei, en hvað á maður að gera? Ef maður telur að á sér sé brotið, þá verður maður að sækja rétt sinn." Skilanefndin hefur einnig leyst til sín félagið Seven Miles sem var eitt þeirra félaga sem átti Spor og Sporbaug. Hluthafar höfðuðu mál sem hefur ítrekað verið vísað í hérað frá Hæstarétti. „Þeir taka félagið yfir, skipta um stjórn og setja það í gjaldþrot án þess að upplýsa eigendur eða stjórna. Þeir gera þetta í skjóli myrkurs og með því að beita klíkustarfsemi inni í Hlutafélagaskrá," segir Stefán Bragi. Ekki náðist í skilanefnd Sparisjóðabankans í dag.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira