Mikið framboð á verslunarhúsnæði í kreppunni 4. ágúst 2010 10:57 Fermetrafjöldi verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist töluvert frá því að kreppan braust út. Á síðasta ári jókst fermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 7,9% en heildarfermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er nú 816.408 fm. eða sem nemur 4 fm. á hvern íbúa. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbank þar sem fjallað er um upplýsingar úr Árbók verslunarinnar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur birt. Í Morgunkorninu segir að athyglisvert er hversu mikið verslunarhúsnæði hefur aukist á sama tíma og hagkerfið er að ganga í gegnum djúpa kreppu og mikill samdráttur hefur orðið í verslun. Í Reykjavík einni saman jókst verslunarrými um 42.314 fm. árið 2008 en það ár opnaði Korputorg m.a. Árið 2009 jókst verslunarrými svo um 56.859 fm. til viðbótar í Reykjavík. Ástæðan er eflaust að stórum hluta sú að ákvarðanir um þessar byggingar voru margar hverjar teknar fyrir hrun. Í árskýrslunni kemur fram að á tíu ára tímabili 1999-2009 hefur fermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á landinu öllu aukist um 71,8%. Verslunarrými á höfuðborgarsvæðinu eingöngu hefur aukist meira á sama tímabili eða um 78,3%. Í lok árs 2009 voru 204.156 fm. verslunar og skrifstofuhúsnæðis í byggingu eða hafði verið veitt byggingarleyfi á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslunni segir að töluvert hafi verið um að hafnar hafi verið byggingaframkvæmdir á verslunarhúsnæði fyrir kreppu og að þeim hafi enn ekki verið lokið. Líkt og á íbúðamarkaði hefur velta á markaði með verslunarhúsnæði dregist mjög mikið saman frá því sem áður var fyrir kreppu. Á síðasta ári voru gerðir 14 kaupsamningar um verslunarhúsnæði allt árið en árið 2007 voru þeir 89 talsins. Samdrátturinn nemur um það bil 85% sem er meiri samdráttur í veltu heldur en sjá má á íbúðamarkaði fyrir sama tímabil. Með tilliti til þess hversu mikið veltan hefur dregist saman og hversu mikið framboð af verslunarhúsnæði er þá er það athyglisvert að verðið hafi lækkað tiltölulega lítið. Eins og fram kemur í Árbókinni var árið 2007 meðalverð á hvern fermetra íbúðahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu 219.993 kr. og utan höfuðborgarsvæðisins 96.412 kr. Tveimur árum síðar er verðið á höfuðborgarsvæðinu 212.643 kr. og utan höfuðborgarinnar 70.905 kr. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Fermetrafjöldi verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist töluvert frá því að kreppan braust út. Á síðasta ári jókst fermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 7,9% en heildarfermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er nú 816.408 fm. eða sem nemur 4 fm. á hvern íbúa. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbank þar sem fjallað er um upplýsingar úr Árbók verslunarinnar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur birt. Í Morgunkorninu segir að athyglisvert er hversu mikið verslunarhúsnæði hefur aukist á sama tíma og hagkerfið er að ganga í gegnum djúpa kreppu og mikill samdráttur hefur orðið í verslun. Í Reykjavík einni saman jókst verslunarrými um 42.314 fm. árið 2008 en það ár opnaði Korputorg m.a. Árið 2009 jókst verslunarrými svo um 56.859 fm. til viðbótar í Reykjavík. Ástæðan er eflaust að stórum hluta sú að ákvarðanir um þessar byggingar voru margar hverjar teknar fyrir hrun. Í árskýrslunni kemur fram að á tíu ára tímabili 1999-2009 hefur fermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á landinu öllu aukist um 71,8%. Verslunarrými á höfuðborgarsvæðinu eingöngu hefur aukist meira á sama tímabili eða um 78,3%. Í lok árs 2009 voru 204.156 fm. verslunar og skrifstofuhúsnæðis í byggingu eða hafði verið veitt byggingarleyfi á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslunni segir að töluvert hafi verið um að hafnar hafi verið byggingaframkvæmdir á verslunarhúsnæði fyrir kreppu og að þeim hafi enn ekki verið lokið. Líkt og á íbúðamarkaði hefur velta á markaði með verslunarhúsnæði dregist mjög mikið saman frá því sem áður var fyrir kreppu. Á síðasta ári voru gerðir 14 kaupsamningar um verslunarhúsnæði allt árið en árið 2007 voru þeir 89 talsins. Samdrátturinn nemur um það bil 85% sem er meiri samdráttur í veltu heldur en sjá má á íbúðamarkaði fyrir sama tímabil. Með tilliti til þess hversu mikið veltan hefur dregist saman og hversu mikið framboð af verslunarhúsnæði er þá er það athyglisvert að verðið hafi lækkað tiltölulega lítið. Eins og fram kemur í Árbókinni var árið 2007 meðalverð á hvern fermetra íbúðahúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu 219.993 kr. og utan höfuðborgarsvæðisins 96.412 kr. Tveimur árum síðar er verðið á höfuðborgarsvæðinu 212.643 kr. og utan höfuðborgarinnar 70.905 kr.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira