Verstu viðskipti ársins: Björgun Sjóvár 29. desember 2010 12:30 Heiðar Már Guðjónsson Þegar skilanefnd Glitnis tók yfir rekstur tryggingafélagsins Sjóvár kom í ljós að Milestone-bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir höfðu gengið þar svo illa um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði um gjaldþol. Bótasjóðurinn var tómur, í stað fjármuna voru tryggingar bundnar í ótryggum fasteignum í fjarlægum löndum. Félagið var í raun gjaldþrota og vantaði milljarða til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Ríkið kom til hjálpar, lagði tryggingafélaginu til tæpa tólf milljarða króna og eignaðist við það um 73 prósenta hlut, sem stýrt er af Eignasafni Seðlabankans. Aðrir hluthafar eru skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki, sem að nær öllu leyti er í eigu skilanefndarinnar. Sjóvá var sett í opið söluferli í janúar. Þegar tilboð voru opnuð í mars reyndist hæsta boð, upp á um ellefu milljarða króna, frá hópi fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar, athafnamanns búsetts í Sviss. Aðrir í hópnum voru fjárfestirinn Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Guðmundur og Berglind Jónsbörn, löngum kennd við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip í Hafnarfirði, auk lífeyrissjóða og fagfjárfesta. Um sumarið höfðu samningar náðst að mestu, búið var að semja um greiðslur og tilheyrandi. Beðið var undirritunar seðlabankastjóra, sem innsigla átti viðskiptin. Sá lét bíða eftir sér. Um haustið tilkynnti Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, að formleg rannsókn væri hafin á ríkisbjörgun Sjóvár. Í ofanálag tók DV að fjalla um fortíð Heiðars Más, sem verið hafði framkvæmdastjóri Novators, fjárfestingarfélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Var honum brigslað um aðför gegn krónunni sem hlut átti að gengishruni hennar. Heiðar andmælti, sagðist þvert á móti hafa varað ráðamenn hér við hættunni fram undan löngu áður en halla hefði tekið undan fæti. Þá var sömuleiðis rætt um að Már Guðmundsson seðlabankastjóri væri á móti því að Heiðar kæmi að kaupunum. Á endanum gáfust fjárfestarnir upp í nóvember og hættu við kaupin. Ekki er vitað til þess að söluferli Sjóvár verði endurtekið í allra nánustu framtíð. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Þegar skilanefnd Glitnis tók yfir rekstur tryggingafélagsins Sjóvár kom í ljós að Milestone-bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir höfðu gengið þar svo illa um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði um gjaldþol. Bótasjóðurinn var tómur, í stað fjármuna voru tryggingar bundnar í ótryggum fasteignum í fjarlægum löndum. Félagið var í raun gjaldþrota og vantaði milljarða til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Ríkið kom til hjálpar, lagði tryggingafélaginu til tæpa tólf milljarða króna og eignaðist við það um 73 prósenta hlut, sem stýrt er af Eignasafni Seðlabankans. Aðrir hluthafar eru skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki, sem að nær öllu leyti er í eigu skilanefndarinnar. Sjóvá var sett í opið söluferli í janúar. Þegar tilboð voru opnuð í mars reyndist hæsta boð, upp á um ellefu milljarða króna, frá hópi fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar, athafnamanns búsetts í Sviss. Aðrir í hópnum voru fjárfestirinn Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Guðmundur og Berglind Jónsbörn, löngum kennd við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip í Hafnarfirði, auk lífeyrissjóða og fagfjárfesta. Um sumarið höfðu samningar náðst að mestu, búið var að semja um greiðslur og tilheyrandi. Beðið var undirritunar seðlabankastjóra, sem innsigla átti viðskiptin. Sá lét bíða eftir sér. Um haustið tilkynnti Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, að formleg rannsókn væri hafin á ríkisbjörgun Sjóvár. Í ofanálag tók DV að fjalla um fortíð Heiðars Más, sem verið hafði framkvæmdastjóri Novators, fjárfestingarfélags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Var honum brigslað um aðför gegn krónunni sem hlut átti að gengishruni hennar. Heiðar andmælti, sagðist þvert á móti hafa varað ráðamenn hér við hættunni fram undan löngu áður en halla hefði tekið undan fæti. Þá var sömuleiðis rætt um að Már Guðmundsson seðlabankastjóri væri á móti því að Heiðar kæmi að kaupunum. Á endanum gáfust fjárfestarnir upp í nóvember og hættu við kaupin. Ekki er vitað til þess að söluferli Sjóvár verði endurtekið í allra nánustu framtíð.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira