Viðskipti innlent

Guðný Helga til Íslandsbanka

Guðný Helga Herbertsdóttir hefur störf sem upplýsingafulltrúi Íslandsbanka í janúar.
Guðný Helga Herbertsdóttir hefur störf sem upplýsingafulltrúi Íslandsbanka í janúar.
Guðný Helga Herbertsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. Hún mun bera ábyrgð á samskiptum bankans við fjölmiðla og móta samskiptastefnu bankans útá við, að því er fram kemur í tilkynningu. Þá mun Guðný Helga bera ábyrgð á samfélagsstefnu bankans.

Guðný Helga hefur starfað sem blaða- og fréttamaður hjá Fréttablaðinu og Stöð 2 frá árinu 2008 og var hún meðal annars tilnefnd til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands árið 2009. Guðný Helga er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins frá Viðskiptaháskólanum í Árósum.

Guðný Helga hefur störf þann 10. janúar 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×