Bankarnir eru með of mikil völd 29. desember 2010 10:00 Þóranna Jónsdóttir Lífeyrissjóðirnir eru í lykilaðstöðu til að koma atvinnulífinu í gang, að sögn framkvæmdastjóra Auðar Capital. „Völdin liggja hjá bönkunum, sem hafa leyst til sín mikið af fyrirtækjum. Þar virðast hlutirnir sitja fastir. Það er viðskiptalífinu ekki til framdráttar,“ segir Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá verðbréfafyrirtækinu Auði Capital. Auður Capital rekur fagfjárfestasjóðinn Auði 1, sem keypti fjölda fyrirtækja á árinu sem er að líða. Þar á meðal fjarskiptafyrirtækið Tal, upplýsingaveituna Já, matvöruverslunina Mann lifandi og hlut í Ölgerðinni. Þóranna bendir á að mörg fyrirtæki glími við erfiða skuldsetningu. Leggja þurfi mörgum fyrirtækjum til nýtt hlutafé og kröfuhafar þeirra að færa skuldir niður. Bankarnir eru tregir til þess, að sögn Þórönnu. „Mjög fáir ráða við að greiða bönkunum að fullu eða taka við rekstri fyrirtækja með þeirri skuldsetningu sem á þeim hvílir. Því kjósa bankarnir frekar að halda í fyrirtækin en að losa sig við þau,“ segir Þóranna og bætir við að í sumum tilvikum hafi bankarnir byggt upp starfsemi í kringum eignarhaldið. Slíkt sé ekki jákvætt enda tefji það fyrir endurreisninni. Þóranna segir bankana ekki heppilega fyrirtækjaeigendur. Vandinn sé sá að engin eiginleg samkeppni sé á bankamarkaði. Við slíkar aðstæður hreyfist allt hægt. Hún segir lífeyrissjóðina í lykilstöðu, þeir séu einir af fáum sem ráði yfir nægilegu fjármagni nú um stundir til að koma atvinnulífinu af stað. „Lífeyrissjóðir eru í einstakri stöðu til að knýja á um bættar áherslur í viðskiptalífinu með því að setja skýrar kröfur um arðsemi fjárfestinga, til þeirra sem fara fyrir fé, og leggja áherslu á gagnsæi, góða stjórnarhætti og gott viðskiptasiðferði. Mörg fyrirtæki eru nú þegar að taka frumkvæði í þessum efnum og því eru tækifærin til staðar,“ segir hún. - jab Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
„Völdin liggja hjá bönkunum, sem hafa leyst til sín mikið af fyrirtækjum. Þar virðast hlutirnir sitja fastir. Það er viðskiptalífinu ekki til framdráttar,“ segir Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá verðbréfafyrirtækinu Auði Capital. Auður Capital rekur fagfjárfestasjóðinn Auði 1, sem keypti fjölda fyrirtækja á árinu sem er að líða. Þar á meðal fjarskiptafyrirtækið Tal, upplýsingaveituna Já, matvöruverslunina Mann lifandi og hlut í Ölgerðinni. Þóranna bendir á að mörg fyrirtæki glími við erfiða skuldsetningu. Leggja þurfi mörgum fyrirtækjum til nýtt hlutafé og kröfuhafar þeirra að færa skuldir niður. Bankarnir eru tregir til þess, að sögn Þórönnu. „Mjög fáir ráða við að greiða bönkunum að fullu eða taka við rekstri fyrirtækja með þeirri skuldsetningu sem á þeim hvílir. Því kjósa bankarnir frekar að halda í fyrirtækin en að losa sig við þau,“ segir Þóranna og bætir við að í sumum tilvikum hafi bankarnir byggt upp starfsemi í kringum eignarhaldið. Slíkt sé ekki jákvætt enda tefji það fyrir endurreisninni. Þóranna segir bankana ekki heppilega fyrirtækjaeigendur. Vandinn sé sá að engin eiginleg samkeppni sé á bankamarkaði. Við slíkar aðstæður hreyfist allt hægt. Hún segir lífeyrissjóðina í lykilstöðu, þeir séu einir af fáum sem ráði yfir nægilegu fjármagni nú um stundir til að koma atvinnulífinu af stað. „Lífeyrissjóðir eru í einstakri stöðu til að knýja á um bættar áherslur í viðskiptalífinu með því að setja skýrar kröfur um arðsemi fjárfestinga, til þeirra sem fara fyrir fé, og leggja áherslu á gagnsæi, góða stjórnarhætti og gott viðskiptasiðferði. Mörg fyrirtæki eru nú þegar að taka frumkvæði í þessum efnum og því eru tækifærin til staðar,“ segir hún. - jab
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur