Viðskipti innlent

Íslenskur bjór sífellt vinsælli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Innlend bjórframleiðsla er almennt að auka markaðshlutdeild sína," segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Á undanförnum árum hafa sprottið upp nýir íslenskir bjórframleiðendur. Þar má meðal annars nefna brugghúsið á Árskógsströnd sem selur meðal annars Kalda og Ölvisholt Brugghús sem framleiðir meðal annars Skjálfta. Sigrún sagði, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, að þessi aukna markaðshlutdeild bendi til þess að innlendri bjórframleiðslu hafi reitt ágætlega af

Sigrún segir annars að töluverður samdráttur hafi verið í sölu á áfengi í ár, nánast í öllum vöruflokkum, nema hvítvíni. Mestur hefur samdrátturinn verið í sterku áfengi. „Í lítrum talið er gert ráð fyrir að það sé um 20%," segir Sigrún. Hins vegar sé um 5% samdráttur í sölu á áfengi almenn, ef allir vöruflokkar eru skoðaðir. um 3% samdráttur hefur verið í sölu rauðvíns.

Sigrún segist ekki hafa skýringar á reiðum höndum varðandi það hvers vegna sala hvítvíns hafi haldist óbreytt. Hugsanlega skýrist það af því að sumarið hafi verið gott, en hvítvín sé vinsælt á sumrin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×