Innlent

Vélsleðamenn óku fram af hengju

Tveir vélsleðamenn óku fram af hengju rétt við Drangajökul um klukkan eitt í nótt. Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík kom þeim til aðstoðar og flutti þá á heilsugæslu bæjarins. Annar þeirra slasaðist á andliti og á handlegg en áverkarnir eru ekki alvarlegir að sögn lögreglu. Sleðarnir eru hin vegar mikið skemmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×