Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið gagnrýnir landbúnaðarráðuneytið harðlega

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á búvörulögum þar sem fyrirhugað er að lögfesta refsifyrirkomulag gagnvart tilteknum rekstraraðilum sem hafa hug á að framleiða mjólkurvörur fyrir íslenska neytendur. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins sem send hefur verið sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.

Samkeppniseftirlitið segir að með frumvarpinu sé gengið enn lengra en áður hefur verið gert í því að takmarka samkeppni á búvörumarkaði og festa þannig í sessi samkeppnishömlur. Þetta yrði bæði neytendum og bændum til tjóns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×