FME sektar Atorku um 8 milljónir fyrir brot á lögum 5. ágúst 2010 07:01 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta Atorku um átta milljónir króna vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Er þetta ein mesta sekt sem Fjármálaeftirlitið hefur beitt gegn einstöku félagi vegna slíks brots frá hruninu haustið 2008. Á vefsíðu FME segir að þann 10. febrúar 2009 birti Atorka Group hf. tilkynningu, í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, um að það hefði samið um kyrrstöðu til 20. mars 2009 við eigendur skuldabréfa í flokknum ATOR 07 2 og ATOR 06 1. Af tilkynningu útgefanda var ljóst að kyrrstaðan náði til lokagjalddaga ATOR 07 2 sem var 16. janúar 2009 og vaxtagjalddaga ATOR 06 1 sem var 26. janúar 2009. Félagið birti einnig tilkynningu þann 20. mars 2009 þar sem fram kom að á tímabilinu sem leið frá fyrri tilkynningu félagsins, hefðu fallið vaxtagjalddagar í flokkum ATOR 05 1, ATOR 07 4 og JRDB 04 1 en gjalddagar þeirra voru 15. mars, 13. mars og 17. febrúar 2009. Fram kom að útgefandinn hafði greitt til allra eigenda sem stóðu fyrir utan kyrrstöðusamning félagsins. Upplýsingar um kyrrstöðusamning við skuldabréfaeigendur vegna þessara skuldabréfaflokka höfðu ekki áður verið birtar. Fjármálaeftirlitið taldi að Atorku hefði borið að birta opinbera tilkynningu um leið og ljóst var að dráttur yrði á afborgunum af skuldabréfum útgefanda í öllum fyrrgreindum skuldabréfaflokkum, en Atorka birti fyrst opinberlega upplýsingar um greiðsludrátt vegna flokks ATOR 07 2 rúmlega þremur vikum eftir að skuldabréfin féllu í gjalddaga og vegna flokks ATOR 06 1 tveimur vikum eftir að skuldabréfin féllu í gjalddaga. Þá taldi Fjármálaeftirlitið að Atorku hefði borið að birta opinberlega tilkynningu vegna samkomulagsins við tiltekna eigendur skuldabréfaflokka ATOR 05 1, ATOR 07 4 og JRDB 04 1 um að ekki yrði greitt á gjalddögum skuldabréfanna þar sem það leysir útgefanda ekki undan upplýsingaskyldu að upplýsa einungis eigendur útgefinna verðbréfa um fjárhagsörðugleika og vanskil á greiðslum. Atorka taldi m.a. að upplýsingar um að félagið greiddi ekki af skuldabréfum sínum á gjalddaga hefðu orðið opinberar upplýsingar í skilningi laga á þeim degi þegar greiðslufall varð og því hafi félaginu ekki verið skylt að tilkynna um þann atburð. Ljóst væri að þegar greiðslufall hefði orðið á skuldabréfunum urðu upplýsingar um það aðgengilegar öllum helstu fjárfestum á markaði og fjármálafyrirtækjum. Með því urðu upplýsingar um greiðslufall Atorku kunnar leikendum á fjármálamarkaði. Áréttaði Atorka að Kauphöllin hafi sett alla skuldabréfaflokka Atorku á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu félagsins. Fjármálaeftirlitið féllst ekki á framangreindar skýringar þar sem upplýsingar er varða réttindi eigenda skuldabréfa, eins og dráttur á afborgunum höfuðstóls og/eða vaxta, teljast til nægjanlega tilgreindra upplýsinga sem eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef opinberar væru, samkvæmt lögum. Þá segir einnig í greininni að upplýsingar teljast opinberar þegar útgefandi fjármálagerninga hefur birt almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu þær. Þegar greiðslufall verður á skuldabréfum eru upplýsingar um það eðli máls samkvæmt einungis á vitorði útgefandans og viðkomandi skuldabréfaeigenda. Aðrir fjárfestar, þ.e. fyrir utan skuldabréfaeigendurna, höfðu ekki aðgang að framangreindum upplýsingum. Með sömu rökum var ekki fallist á rök Atorku um að félaginu hafi ekki borið að birta opinberlega tilkynningu vegna samkomulagsins við tiltekna eigendur skuldabréfaflokka um að ekki yrði greitt á gjalddögum skuldabréfanna þar sem að mati Atorku hafi upplýsingar þess efnis verið opinberar þegar nefnt samkomulag komst á, enda voru umræddar upplýsingar ekki opinberar í skilningi laganna. „Við ákvörðun fjárhæðar stjórnvaldssektar er litið til alvarleika brots, málsatvika, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvað brot hefur staðið lengi sem og sambærilegra mála. Með hliðsjón af framangreindu ákvað stjórn Fjármálaeftirlitsins að gera Atorku Group hf. stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 8.000.000," segir á vefsíðunni. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta Atorku um átta milljónir króna vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Er þetta ein mesta sekt sem Fjármálaeftirlitið hefur beitt gegn einstöku félagi vegna slíks brots frá hruninu haustið 2008. Á vefsíðu FME segir að þann 10. febrúar 2009 birti Atorka Group hf. tilkynningu, í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, um að það hefði samið um kyrrstöðu til 20. mars 2009 við eigendur skuldabréfa í flokknum ATOR 07 2 og ATOR 06 1. Af tilkynningu útgefanda var ljóst að kyrrstaðan náði til lokagjalddaga ATOR 07 2 sem var 16. janúar 2009 og vaxtagjalddaga ATOR 06 1 sem var 26. janúar 2009. Félagið birti einnig tilkynningu þann 20. mars 2009 þar sem fram kom að á tímabilinu sem leið frá fyrri tilkynningu félagsins, hefðu fallið vaxtagjalddagar í flokkum ATOR 05 1, ATOR 07 4 og JRDB 04 1 en gjalddagar þeirra voru 15. mars, 13. mars og 17. febrúar 2009. Fram kom að útgefandinn hafði greitt til allra eigenda sem stóðu fyrir utan kyrrstöðusamning félagsins. Upplýsingar um kyrrstöðusamning við skuldabréfaeigendur vegna þessara skuldabréfaflokka höfðu ekki áður verið birtar. Fjármálaeftirlitið taldi að Atorku hefði borið að birta opinbera tilkynningu um leið og ljóst var að dráttur yrði á afborgunum af skuldabréfum útgefanda í öllum fyrrgreindum skuldabréfaflokkum, en Atorka birti fyrst opinberlega upplýsingar um greiðsludrátt vegna flokks ATOR 07 2 rúmlega þremur vikum eftir að skuldabréfin féllu í gjalddaga og vegna flokks ATOR 06 1 tveimur vikum eftir að skuldabréfin féllu í gjalddaga. Þá taldi Fjármálaeftirlitið að Atorku hefði borið að birta opinberlega tilkynningu vegna samkomulagsins við tiltekna eigendur skuldabréfaflokka ATOR 05 1, ATOR 07 4 og JRDB 04 1 um að ekki yrði greitt á gjalddögum skuldabréfanna þar sem það leysir útgefanda ekki undan upplýsingaskyldu að upplýsa einungis eigendur útgefinna verðbréfa um fjárhagsörðugleika og vanskil á greiðslum. Atorka taldi m.a. að upplýsingar um að félagið greiddi ekki af skuldabréfum sínum á gjalddaga hefðu orðið opinberar upplýsingar í skilningi laga á þeim degi þegar greiðslufall varð og því hafi félaginu ekki verið skylt að tilkynna um þann atburð. Ljóst væri að þegar greiðslufall hefði orðið á skuldabréfunum urðu upplýsingar um það aðgengilegar öllum helstu fjárfestum á markaði og fjármálafyrirtækjum. Með því urðu upplýsingar um greiðslufall Atorku kunnar leikendum á fjármálamarkaði. Áréttaði Atorka að Kauphöllin hafi sett alla skuldabréfaflokka Atorku á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu félagsins. Fjármálaeftirlitið féllst ekki á framangreindar skýringar þar sem upplýsingar er varða réttindi eigenda skuldabréfa, eins og dráttur á afborgunum höfuðstóls og/eða vaxta, teljast til nægjanlega tilgreindra upplýsinga sem eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef opinberar væru, samkvæmt lögum. Þá segir einnig í greininni að upplýsingar teljast opinberar þegar útgefandi fjármálagerninga hefur birt almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu þær. Þegar greiðslufall verður á skuldabréfum eru upplýsingar um það eðli máls samkvæmt einungis á vitorði útgefandans og viðkomandi skuldabréfaeigenda. Aðrir fjárfestar, þ.e. fyrir utan skuldabréfaeigendurna, höfðu ekki aðgang að framangreindum upplýsingum. Með sömu rökum var ekki fallist á rök Atorku um að félaginu hafi ekki borið að birta opinberlega tilkynningu vegna samkomulagsins við tiltekna eigendur skuldabréfaflokka um að ekki yrði greitt á gjalddögum skuldabréfanna þar sem að mati Atorku hafi upplýsingar þess efnis verið opinberar þegar nefnt samkomulag komst á, enda voru umræddar upplýsingar ekki opinberar í skilningi laganna. „Við ákvörðun fjárhæðar stjórnvaldssektar er litið til alvarleika brots, málsatvika, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvað brot hefur staðið lengi sem og sambærilegra mála. Með hliðsjón af framangreindu ákvað stjórn Fjármálaeftirlitsins að gera Atorku Group hf. stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 8.000.000," segir á vefsíðunni.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira