Greining Arion: Vaxtalækkun upp á eitt prósentustig 21. september 2010 09:07 Það er mat greiningar Arion banka að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 100 punkta (eitt prósentustig) á fundi sínum á morgun. Enda eru verðbólguhorfur hagfelldar, krónan hefur haldið áfram að styrkjast og skuldatryggingaálag á íslenska ríkið hefur lækkað. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að þessu til viðbótar reyndust landsframleiðslutölur á 2. ársfjórðungi lakari en vænst var til. Einnig er útlit fyrir að bankakerfið standi traustari fótum eftir úrskurð Hæstarréttar um gengistryggð lán heimilanna. „Óvissa um áhrif gengislána á bankakerfið hefur undanfarið verið meðal þeirra atriða sem hafa sett nefndinni skorður. Greiningardeild telur að Seðlabankinn haldi sig því við 100 punkta vaxtalækkun á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 22.september nk. Gangi spá okkar eftir fara innlánsvextir (depo) niður í 4,5% og veðlánavextir (repo) 6%," segir í Markaðspunktunum . „Þó er Seðlabankinn á ákveðnum krossgötum í augnablikinu þar sem tvö af helstu skilyrðunum sem Seðlabankinn hefur sett fyrir því að afnám hafta geti hafist virðast vera að þokast í rétta átt." Síðan segir að í fyrsta lagi hefur dregið verulega úr óvissu um áhrif gengislánadómsins á bankana. Í öðru lagi virðist þriðja endurskoðun AGS vera handan við hornið ef marka má fréttir og ummæli AGS. Peningastefnunefndin hefur lagt ríka áherslu á að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta haldist í hendur við þriðju endurskoðun AGS. Í þriðja lagi mun sala á FIH Erhvervsbank efla gjaldeyrisforðann um 39 milljarða króna (að því gefnu að allt staðgreiðslufé gangi til Seðlabankans). Seðlabankinn átti veð í 99,89% hlut í bankanum, samtals 500 milljónir evra (um 76 milljarðar króna í dag). Mun gjaldeyrisforðinn í dag því nálgast 590 milljarða króna þegar viðskiptin hafa gengið í gegn. „Ætli Seðlabankinn sér að stíga einhver skref í afnámi haftanna gæti það leitt til hægari vaxtalækkana en ella. Ekki er því hægt að útiloka að bjartsýnustu vaxtalækkunarsinnar verði fyrir vonbrigðum með yfirlýsingu Peningastefnunefndar á fundinum næstkomandi miðvikudag," segir í Markaðspunktnum. „Við teljum að þróun stýrivaxta það sem eftir lifir árs muni að töluverðu leyti velta á því hvaða afstöðu bankinn mun taka til afnáms hafta. Ekki er hægt að útiloka að Seðlabankinn haldi sínum kúrsi út árið og lækki vexti áfram um 100 punkta á hverjum fundi eða samtals 300 punkta. Á hinn bóginn er hugsanlegt að meginstefið í yfirlýsingum Seðlabankans verði að afnám hafta sé á næsta leiti, og vextir lækki því aðeins um 150 punkta til ársloka. Við teljum líklegustu niðurstöðuna hinsvegar liggja einhverstaðar þarna á milli og að vextir verði lækkaðir um 200-250 punkta (2 til 2,5 prósentustig) til ársloka." Við þetta má svo bæta að spá greiningarinnar er í takt við það sem aðrar greiningar hafa spáð um ákvörðun Peningastefnunefndar á morgun. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Það er mat greiningar Arion banka að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 100 punkta (eitt prósentustig) á fundi sínum á morgun. Enda eru verðbólguhorfur hagfelldar, krónan hefur haldið áfram að styrkjast og skuldatryggingaálag á íslenska ríkið hefur lækkað. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að þessu til viðbótar reyndust landsframleiðslutölur á 2. ársfjórðungi lakari en vænst var til. Einnig er útlit fyrir að bankakerfið standi traustari fótum eftir úrskurð Hæstarréttar um gengistryggð lán heimilanna. „Óvissa um áhrif gengislána á bankakerfið hefur undanfarið verið meðal þeirra atriða sem hafa sett nefndinni skorður. Greiningardeild telur að Seðlabankinn haldi sig því við 100 punkta vaxtalækkun á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 22.september nk. Gangi spá okkar eftir fara innlánsvextir (depo) niður í 4,5% og veðlánavextir (repo) 6%," segir í Markaðspunktunum . „Þó er Seðlabankinn á ákveðnum krossgötum í augnablikinu þar sem tvö af helstu skilyrðunum sem Seðlabankinn hefur sett fyrir því að afnám hafta geti hafist virðast vera að þokast í rétta átt." Síðan segir að í fyrsta lagi hefur dregið verulega úr óvissu um áhrif gengislánadómsins á bankana. Í öðru lagi virðist þriðja endurskoðun AGS vera handan við hornið ef marka má fréttir og ummæli AGS. Peningastefnunefndin hefur lagt ríka áherslu á að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta haldist í hendur við þriðju endurskoðun AGS. Í þriðja lagi mun sala á FIH Erhvervsbank efla gjaldeyrisforðann um 39 milljarða króna (að því gefnu að allt staðgreiðslufé gangi til Seðlabankans). Seðlabankinn átti veð í 99,89% hlut í bankanum, samtals 500 milljónir evra (um 76 milljarðar króna í dag). Mun gjaldeyrisforðinn í dag því nálgast 590 milljarða króna þegar viðskiptin hafa gengið í gegn. „Ætli Seðlabankinn sér að stíga einhver skref í afnámi haftanna gæti það leitt til hægari vaxtalækkana en ella. Ekki er því hægt að útiloka að bjartsýnustu vaxtalækkunarsinnar verði fyrir vonbrigðum með yfirlýsingu Peningastefnunefndar á fundinum næstkomandi miðvikudag," segir í Markaðspunktnum. „Við teljum að þróun stýrivaxta það sem eftir lifir árs muni að töluverðu leyti velta á því hvaða afstöðu bankinn mun taka til afnáms hafta. Ekki er hægt að útiloka að Seðlabankinn haldi sínum kúrsi út árið og lækki vexti áfram um 100 punkta á hverjum fundi eða samtals 300 punkta. Á hinn bóginn er hugsanlegt að meginstefið í yfirlýsingum Seðlabankans verði að afnám hafta sé á næsta leiti, og vextir lækki því aðeins um 150 punkta til ársloka. Við teljum líklegustu niðurstöðuna hinsvegar liggja einhverstaðar þarna á milli og að vextir verði lækkaðir um 200-250 punkta (2 til 2,5 prósentustig) til ársloka." Við þetta má svo bæta að spá greiningarinnar er í takt við það sem aðrar greiningar hafa spáð um ákvörðun Peningastefnunefndar á morgun.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira