Handbolti

Ótrúleg byrjun hjá Guðmundi með Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur á æfingu með Löwen. Mynd/heimasíða Löwen
Guðmundur á æfingu með Löwen. Mynd/heimasíða Löwen

Guðmundur Guðmundsson fékk sannkallaða draumabyrjun í þjálfarastarfi Rhein-Neckar Löwen í dag er lið hans lagði Barcelona, 30-31, á útivelli í Barcelona. Staðan í hálfleik var 13-14 fyrir Löwen.

Ótrúlegur sigur hjá Löwen enda er Barcelona eitt besta lið heims og tapar nánast aldrei á heimavelli

Kiel var einnig á ferðinni í Meistaradeildinni í dag og pakkaði franska liðinu Chambery saman, 35-23, er liðin mættust í í dag.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í leiknum en Filip Jicha var markahæstur eins og svo oft áður með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×