Viðskipti innlent

Hagvagnar kaupa 13 nýja strætisvagna

Á myndinni, sem tekin var við afhendingu fyrstu 11 vagnanna eru f.v. Heiðar Sveinsson framkvæmdastjóri B&L ehf. og Gísli J. Friðjónsson forstjóri Hagvagna Hf.
Á myndinni, sem tekin var við afhendingu fyrstu 11 vagnanna eru f.v. Heiðar Sveinsson framkvæmdastjóri B&L ehf. og Gísli J. Friðjónsson forstjóri Hagvagna Hf.

Hagvagnar sem er verktaki í fólksflutningum fyrir Strætó BS festi nýlega kaup á 13 nýjum strætisvögnum frá Irisbus. Vagnarnir eru af gerðinni Irisbus Crossway LE og fluttir inn af B&L.

Í tilkynningu segir að vagnarnir eru búnir öllum helstu þægindum sem nauðsynleg teljast fyrir þjónustu við farþega Strætó svo sem lækkuðu gólfi án tröppu innstigi við framhurð og miðhurð, góðri aðstöðu fyrir barnavagna og hneigingar búnaði sem gerir vagnstjóra kleift að lækka innstig enn frekar og fleiru.

Nýju vagnarnir eru búnir 330 hestafla Euro 4 Iveco mótorum og Voit sjálfskiptingu, þeir taka 93 farþega þar af 34 í sæti.

Hagvagnar hafa þjónustað viðskiptavini á leiðarkerfi Strætó BS síðan 1992 og sjá í dag um u.þ.b. 31% af leiðarkerfinu öllu, að sögn Gísla J. Friðjónssonar forstjóra Hagvagna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×