Viðskipti innlent

Icelandair fjölgar ferðum til Bandaríkjanna og Parísar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair.
Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair.
Icelandair hefur ákveðið að fjölga ferðum til og frá New York og Boston í Bandaríkjunum og París í Frakklandi. Næsta sumar verður því flogið tvisvar á dag til þessara borga.

Aukningin verður á tímabilinu 1. júní til 12. september og þýðir að morgunflug til New York og Boston verður frá Keflavík daglega klukkan 10:30 auk síðdegisflugsins sem er allt árið. Morgunflugið hefur notið mikilla vinsælda og er mjög hentugt fyrir áframhaldangi tengiflug innan Bandaríkjanna.

„Við sjáum tækifæri framundan til þess að þétta áætlun Icelandair á okkar lykilmörkuðum til þess að styrkja starfsemi félagsins og ferðaþjónustuna. Markaðshlutdeild okkar milli Evrópu og Boston er orðin mjög há og hækkar enn með þessu. New York markaðurinn er sá stærsti í heimi þannig að hlutdeild Icelandair þar er mun minni, en möguleikar t.d. í ferðum til Íslands frá því svæði eru miklir," segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu sem félagið sendi frá sér vegna þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×