Viðskipti innlent

Forsætisráðherra: Erum ekki að fara selja orku fyrir Icesave

Orkan verður áfram heima.
Orkan verður áfram heima.

„Þetta er bara uppspuni, forsætisráðherra hefur ekki tekið neina afstöðu í þessu né skoðað þetta sérstaklega," segir Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur um frétt varðandi Planck stofnunina í Hollandi.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að Planck stofnunin (Planck Foundation) hefur boðið íslenskum stjórnvöldum áætlun sem felur í sér að Íslendingar borgi Icesave skuldina með orkusölu til Bretlands og Hollands.

Orkan yrði send í gegnum háspennukapal sem þegar eru framleiddir hjá Siemens og ABB. Slíkir kaplar eru í notkun í Japan, Kína, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Eigandi Planck, Gijis Graafland, segir Ísland hæglega geta orðið Saudi-Arabar norðursins.

Þá sagði ennfremur, og var þá vitnað í grein eftir Hazel Henderson, að áætlunin hefði verið kynnt fyrir bæði Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Þá sagði að þau gætu bæði verið tilbúin til að fallast á hana.

„Það hafa einhverjir póstar verið sendir hingað og þangað en hún hefur ekki lýst neinni afstöðu til þessara hugmynda og því á þetta ekki við rök að styðjast," segir Hrannar en aðspurður hvort slík afstaða sé væntanleg segir hann málið ekki vera til skoðunar hjá forsætisráðuneytinu.

„Þannig það er óhætt að segja að þetta sé hreinlega uppspuni," segir Hrannar að lokum.

Grein Hazel má lesa hér.


Tengdar fréttir

Planck stofnunin býður stjórnvöldum lausn á Icesave

Planck stofnunin í Hollandi (Planck Foundation) hefur boðið íslenskum stjórnvöldum áætlun sem felur í sér að Íslendingar borgi Icesave skuldina með orkusölu til Bretlands og Hollands. Orkan yrði send í gegnum háspennukapal sem þegar eru framleiddir hjá Siemens og ABB. Slíkir kaplar eru í notkun í Japan, Kína, Bandaríkjunum og fleiri löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×