Innlent

Japanir veltu bíl sínum - sendiráðið skarst í leikinn

Minniháttar umferðaróhapp varð í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku þegar að sjö Japanir veltu bíl sínum. Ein kona kvartaði undan verk í baki og var send á sjúkrahús. Eini maðurinn í hópnum sem kunni ensku fór með henni á sjúkrahúsið. Þeir fimm sem eftir voru gátu því engan veginn bjargað sér, þar sem himinn og haf skildi á milli tungumála þeirra og lögreglu, eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglu.

Á endanum var sendiráð Japans komið með túlk í síma og tókst að útskýra fyrir fólkinu framhald máls þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×