Viðskipti innlent

Mikill munur á mælingu áhættuálags Íslands

Mikill munur er á skuldatryggingaálagi Íslands eftir mælingum þeirra tveggja helstu gagnaveitna sem mæla þetta álag í heiminum. Þannig er álagið hjá CMA gagnaveitunni 269 punktar en Markit itraxx vísitalan mælir álagið í 313 punktum í dag. Munurinn er 44 punktar eða 0,44%.

Greining Íslandsbanka fjallaði um skuldatryggingaálagið í Morgunkorni sínu í gærdag en þar kom fram að álagið hefði verið nokkuð stöðugt í um 270 punktum allan desember samkvæmt upplýsingum á Bloomberg fréttaveitunni en hún styðjst við gögn frá CMA. Raunar væri um lægsta álag að ræða frá því skömmu fyrir hrunið haustið 2008.

Á vefsíðu Markit kemur hinsvegar fram að að álagið hafi hækkað um 28 punkta á síðustu fjórum vikum. Álagið hefur að vísu lækkað um 6 punkta á síðustu sjö dögum.

Ekki er gott að sjá í hverju þessi munur milli CMA og Markit liggur því væntanlega eru báðar þessar gagnaveitur að mæla sama hlutinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×