Viðskipti innlent

VÍS kaupir stóran hlut í Nýherja

VÍS hefur keypt stóran hlut í Nýherja og á nú 6,6% í félaginu samkvæmt flöggun í Kauphöllinni. VÍS jók eign sína um 20 milljón hluti og á nú rúmlega 26 milljón hluti í Nýherja.

Þessa nýju hluti keypti VÍS í hlutafjárútboðinu sem Nýherji hélt nýlega.

Vænting, dótturfélag Vogunnar hf, er stærsti hluthafinn í Nýherja flaggar einnig þar sem eign Væntingar minnkar úr 25% og í 20%.  Sú minnkun er tilkomin vegna þess að Vænting tók ekki þátt í fyrrgreindu hlutafjárútboði.

Þriðja flöggunin um Nýherja í morgun var að ALMC, áður Straumur, greindi frá því að þeirra eign væri komin undir 5% markið og niður í 4%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×