Múrbúðin kærir Landsbankann til ESA 20. júlí 2010 13:39 Múrbúðin hefur sent kvörtun til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni. Múrbúðin telur að yfirtaka og eignarhald Landsbankans á Húsasmiðjunni feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu í skilningi 54. greinar EES samningsins. Ennfremur telur Múrbúðin að eignarhaldið feli í sér ólögmætan ríkisstyrk í skilningi 61. greinar EES samningsins, segir í fréttatilkynningu. Múrbúðin ákvað að senda kvörtun til ESA vegna vangetu Samkeppniseftirlitsins til að tryggja eðlilega samkeppni frá fyrirtækjum á byggingavörumarkaði sem bankarnir hafa yfirtekið. „Bankarnir og yfirteknu fyrirtækin gefa skít í skilyrði Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishegðun. Bankarnir dæla peningum í þessi ónýtu fyrirtæki til að tryggja hámarks verðmæti þeirra þegar kemur að sölu. Í tilfelli Húsasmiðjunnar er ruglið algjört, því þar er Landsbankinn að nota skattpeninga til að tryggja markaðsyfirráð þessa gjaldþrota fyrirtækis. Enginn fer eftir skilyrðum Samkeppniseftirlitsins og stofnunin fylgir þeim heldur ekkert eftir. Vegna þessarar meðvirkni Samkeppniseftirlitsins sjáum við engan annan kost en leita út fyrir landsteinana, til ESA, til að stuðla að einhverri glóru í samkeppni á byggingavörumarkaði," segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar í fréttatilkynningu. Í kvörtun Múrbúðarinnar til ESA er bent á að hegðun Húsasmiðjunnar á markaði bendi ekki til þess að Landsbankinn geri skýrar arðsemiskröfur til fyrirtækisins. Miklu fremur bendi allt til þess að „arðsemin" eigi að skila sér í háum verðmiða þegar Húsasmiðjan verður seld, á grundvelli yfirburða markaðsstöðu sem fæst með aðstoð ótakmarkaðrar lánafyrirgreiðslu frá Landsbankanum. Í kvörtuninni bendir Múrbúðin einnig á að rekstur Landsbankans á Húsasmiðjunni sé brot á 1. málsgrein 61. greinar EES samningsins um ríkisstyrki, þar sem Landsbankinn er að mestu í eigu ríkisins og fjármagnaður með skattfé. Í niðurlagi kvörtunarinnar til ESA segir Múrbúðin að samkeppnisreglum sé ekki ætlað að vernda óskynsama fjárfesta og fjármálafyrirtæki. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Múrbúðin hefur sent kvörtun til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni. Múrbúðin telur að yfirtaka og eignarhald Landsbankans á Húsasmiðjunni feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu í skilningi 54. greinar EES samningsins. Ennfremur telur Múrbúðin að eignarhaldið feli í sér ólögmætan ríkisstyrk í skilningi 61. greinar EES samningsins, segir í fréttatilkynningu. Múrbúðin ákvað að senda kvörtun til ESA vegna vangetu Samkeppniseftirlitsins til að tryggja eðlilega samkeppni frá fyrirtækjum á byggingavörumarkaði sem bankarnir hafa yfirtekið. „Bankarnir og yfirteknu fyrirtækin gefa skít í skilyrði Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishegðun. Bankarnir dæla peningum í þessi ónýtu fyrirtæki til að tryggja hámarks verðmæti þeirra þegar kemur að sölu. Í tilfelli Húsasmiðjunnar er ruglið algjört, því þar er Landsbankinn að nota skattpeninga til að tryggja markaðsyfirráð þessa gjaldþrota fyrirtækis. Enginn fer eftir skilyrðum Samkeppniseftirlitsins og stofnunin fylgir þeim heldur ekkert eftir. Vegna þessarar meðvirkni Samkeppniseftirlitsins sjáum við engan annan kost en leita út fyrir landsteinana, til ESA, til að stuðla að einhverri glóru í samkeppni á byggingavörumarkaði," segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar í fréttatilkynningu. Í kvörtun Múrbúðarinnar til ESA er bent á að hegðun Húsasmiðjunnar á markaði bendi ekki til þess að Landsbankinn geri skýrar arðsemiskröfur til fyrirtækisins. Miklu fremur bendi allt til þess að „arðsemin" eigi að skila sér í háum verðmiða þegar Húsasmiðjan verður seld, á grundvelli yfirburða markaðsstöðu sem fæst með aðstoð ótakmarkaðrar lánafyrirgreiðslu frá Landsbankanum. Í kvörtuninni bendir Múrbúðin einnig á að rekstur Landsbankans á Húsasmiðjunni sé brot á 1. málsgrein 61. greinar EES samningsins um ríkisstyrki, þar sem Landsbankinn er að mestu í eigu ríkisins og fjármagnaður með skattfé. Í niðurlagi kvörtunarinnar til ESA segir Múrbúðin að samkeppnisreglum sé ekki ætlað að vernda óskynsama fjárfesta og fjármálafyrirtæki.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira