Múrbúðin kærir Landsbankann til ESA 20. júlí 2010 13:39 Múrbúðin hefur sent kvörtun til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni. Múrbúðin telur að yfirtaka og eignarhald Landsbankans á Húsasmiðjunni feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu í skilningi 54. greinar EES samningsins. Ennfremur telur Múrbúðin að eignarhaldið feli í sér ólögmætan ríkisstyrk í skilningi 61. greinar EES samningsins, segir í fréttatilkynningu. Múrbúðin ákvað að senda kvörtun til ESA vegna vangetu Samkeppniseftirlitsins til að tryggja eðlilega samkeppni frá fyrirtækjum á byggingavörumarkaði sem bankarnir hafa yfirtekið. „Bankarnir og yfirteknu fyrirtækin gefa skít í skilyrði Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishegðun. Bankarnir dæla peningum í þessi ónýtu fyrirtæki til að tryggja hámarks verðmæti þeirra þegar kemur að sölu. Í tilfelli Húsasmiðjunnar er ruglið algjört, því þar er Landsbankinn að nota skattpeninga til að tryggja markaðsyfirráð þessa gjaldþrota fyrirtækis. Enginn fer eftir skilyrðum Samkeppniseftirlitsins og stofnunin fylgir þeim heldur ekkert eftir. Vegna þessarar meðvirkni Samkeppniseftirlitsins sjáum við engan annan kost en leita út fyrir landsteinana, til ESA, til að stuðla að einhverri glóru í samkeppni á byggingavörumarkaði," segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar í fréttatilkynningu. Í kvörtun Múrbúðarinnar til ESA er bent á að hegðun Húsasmiðjunnar á markaði bendi ekki til þess að Landsbankinn geri skýrar arðsemiskröfur til fyrirtækisins. Miklu fremur bendi allt til þess að „arðsemin" eigi að skila sér í háum verðmiða þegar Húsasmiðjan verður seld, á grundvelli yfirburða markaðsstöðu sem fæst með aðstoð ótakmarkaðrar lánafyrirgreiðslu frá Landsbankanum. Í kvörtuninni bendir Múrbúðin einnig á að rekstur Landsbankans á Húsasmiðjunni sé brot á 1. málsgrein 61. greinar EES samningsins um ríkisstyrki, þar sem Landsbankinn er að mestu í eigu ríkisins og fjármagnaður með skattfé. Í niðurlagi kvörtunarinnar til ESA segir Múrbúðin að samkeppnisreglum sé ekki ætlað að vernda óskynsama fjárfesta og fjármálafyrirtæki. Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Múrbúðin hefur sent kvörtun til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni. Múrbúðin telur að yfirtaka og eignarhald Landsbankans á Húsasmiðjunni feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu í skilningi 54. greinar EES samningsins. Ennfremur telur Múrbúðin að eignarhaldið feli í sér ólögmætan ríkisstyrk í skilningi 61. greinar EES samningsins, segir í fréttatilkynningu. Múrbúðin ákvað að senda kvörtun til ESA vegna vangetu Samkeppniseftirlitsins til að tryggja eðlilega samkeppni frá fyrirtækjum á byggingavörumarkaði sem bankarnir hafa yfirtekið. „Bankarnir og yfirteknu fyrirtækin gefa skít í skilyrði Samkeppniseftirlitsins um samkeppnishegðun. Bankarnir dæla peningum í þessi ónýtu fyrirtæki til að tryggja hámarks verðmæti þeirra þegar kemur að sölu. Í tilfelli Húsasmiðjunnar er ruglið algjört, því þar er Landsbankinn að nota skattpeninga til að tryggja markaðsyfirráð þessa gjaldþrota fyrirtækis. Enginn fer eftir skilyrðum Samkeppniseftirlitsins og stofnunin fylgir þeim heldur ekkert eftir. Vegna þessarar meðvirkni Samkeppniseftirlitsins sjáum við engan annan kost en leita út fyrir landsteinana, til ESA, til að stuðla að einhverri glóru í samkeppni á byggingavörumarkaði," segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar í fréttatilkynningu. Í kvörtun Múrbúðarinnar til ESA er bent á að hegðun Húsasmiðjunnar á markaði bendi ekki til þess að Landsbankinn geri skýrar arðsemiskröfur til fyrirtækisins. Miklu fremur bendi allt til þess að „arðsemin" eigi að skila sér í háum verðmiða þegar Húsasmiðjan verður seld, á grundvelli yfirburða markaðsstöðu sem fæst með aðstoð ótakmarkaðrar lánafyrirgreiðslu frá Landsbankanum. Í kvörtuninni bendir Múrbúðin einnig á að rekstur Landsbankans á Húsasmiðjunni sé brot á 1. málsgrein 61. greinar EES samningsins um ríkisstyrki, þar sem Landsbankinn er að mestu í eigu ríkisins og fjármagnaður með skattfé. Í niðurlagi kvörtunarinnar til ESA segir Múrbúðin að samkeppnisreglum sé ekki ætlað að vernda óskynsama fjárfesta og fjármálafyrirtæki.
Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira