Viðskipti innlent

Bankasýslan eignast 76% hlut í Sparisjóði Þórshafnar

Bankasýsla ríkisins hefur tekið við 76% eignarhlut í Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis. Fjárhagslegri endurskipulagningu sjóðsins er lokið en Seðlabankinn, Byggðastofnun og Tryggingasjóður sparisjóða tóku þátt í henni. Stofnfjárhlutur Seðlabankans og Byggðastofnunar hefur nú verið framseldur til Bankasýslu ríkisins. Í lok árs 2007 námu eignir sparisjóðsins tæpum þremur milljörðum króna en engir ársreikningar hafa verið birtir eftir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×