Viðskipti innlent

Færri fyrirtæki eru stofnuð

Mynd/Stefán Karlsson
Nýstofnuðum fyrirtækjum í landinu hefur fækkað um meira en helming frá góðærisárinu 2007. Samlags- og sameignarfélögum hefur hins vegar fjölgað mikið á árinu vegna breytinga á skattkerfinu.

Aðeins 1.532 hlutafélög voru stofnuð í ár, en nánast öll þeirra eru einkahlutafélög. Það er talsverð fækkun frá síðustu tveim árum, en bæði 2008 og 2009 voru stofnuð fleiri en 2.500 félög. Munurinn er sláandi ef litið er til góðærisársins 2007, en þá voru fleiri en 3.700 fyrirtæki skráð í hlutafélagaskrá. Samdrátturinn nemur því tæplega 60 prósentum á þremur árum.- hh








Fleiri fréttir

Sjá meira


×