Starfsmenn eignast hlut í H&M Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2010 14:16 Fatavörukeðjan H&M hefur ákveðið að setja á fót nýtt hvatakerfi fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Tilgangurinn er að auka hollustu starfsmanna við fyrirtækið. Stjórnendur H&M hafa því afráðið að stofna sérstakan sjóð. Stefan Persson, stjórnarformaður fyrirtækisins, hefur lagt sjóðnum til ríflega 4 milljónir hluta í fyrirtækinu að markaðsverðmæti um 1 milljarður sænskra króna. Starfsmenn fyrirtækisins eiga svo möguleika á að eignast þessa hluti, sem eru alls 16 milljarða íslenskra króna virði. „Hugmyndin er að búa til langtíma hvatakerfi fyrir starfsmenn, sem er eins fyrir alla. Þetta er líka leið til þess að styrkja hollustu starfsmanna og þátttöku í starfi fyrirtækisins. Vonin er að H&M haldi áfram að dafna og að starfsfólk okkar hafi tækifæri til að eignast hlut í virðisaukningu H&M á sama hátt og hluthafar," segir Stefan Persson í tilkynningu sem birt er á business.dk. H&M ætlar að styrkja sjóðinn með því að láta 10% af hagnaði hvers árs renna til hans og þar með til starfsmanna. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fatavörukeðjan H&M hefur ákveðið að setja á fót nýtt hvatakerfi fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Tilgangurinn er að auka hollustu starfsmanna við fyrirtækið. Stjórnendur H&M hafa því afráðið að stofna sérstakan sjóð. Stefan Persson, stjórnarformaður fyrirtækisins, hefur lagt sjóðnum til ríflega 4 milljónir hluta í fyrirtækinu að markaðsverðmæti um 1 milljarður sænskra króna. Starfsmenn fyrirtækisins eiga svo möguleika á að eignast þessa hluti, sem eru alls 16 milljarða íslenskra króna virði. „Hugmyndin er að búa til langtíma hvatakerfi fyrir starfsmenn, sem er eins fyrir alla. Þetta er líka leið til þess að styrkja hollustu starfsmanna og þátttöku í starfi fyrirtækisins. Vonin er að H&M haldi áfram að dafna og að starfsfólk okkar hafi tækifæri til að eignast hlut í virðisaukningu H&M á sama hátt og hluthafar," segir Stefan Persson í tilkynningu sem birt er á business.dk. H&M ætlar að styrkja sjóðinn með því að láta 10% af hagnaði hvers árs renna til hans og þar með til starfsmanna.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira