Innlent

Aðstoðuðu konu í Húsavíkurfjalli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsavík. Mynd/ Vilhelm.
Húsavík. Mynd/ Vilhelm.
Björgunarsveitarmenn og lögregla á Húsavík fóru upp á Húsavíkurfjall til að aðstoða konu sem slasaðist í fjallinu í kvöld.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að konan hafi verið á kvöldgöngu, misst fótana og runnið tugi metra á hjarni og malarskriðum.

Konan var flutt niður á börum en aðstæður kölluðu á töluverða línuvinnu. Farið var með konuna, sem var nokkuð slösuð, á Heilsugæslu Húsavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×