Viðskipti innlent

Kópavogsbær ætlar að minnka skuldir um milljarð

Kópavogsbær stefnir að því að greiða um milljarð króna inn á skuldir bæjarsjóðs. Þetta kemur fram í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár.

Tíu af ellefu bæjarfulltrúum standa að áætluninni og var hún unnin í nánu samráði við nefndir og ráð bæjarins, að því er segir í tilkynningu. Verulega er dregið saman í yfirstjórn bæjarins m.a. með skipulagsbreytingum í stjórnsýslu, sameiningu nefnda og fækkun funda.

Áætlað að rekstrarafgangur samstæðureiknings bæjarins verði um 103 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×