Það sem hefur verið afskrifað er aðeins toppurinn á ísjakanum Valur Grettisson skrifar 30. nóvember 2010 22:08 Steinþór Pálsson. „Við erum með fleiri hundruð milljarða sem á eftir að afskrifa," sagði bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, í viðtali við Þórhall Gunnarsson í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þórhallur gekk hart á Steinþór vegna afskrifta á skuldum Jakobs Valgeirs Flosasonar útgerðarmanns en hann kom meðal annars að Stím málinu umdeilda. Þá liggur fyrir að Jakob hefur fengið milljarða afskrifaða hjá hinum ýmsu aðilum. Þórhallur spurði Steinþór hvort þetta stæðist þá siðferðislegu ábyrgð sem bankinn hefði gagnvart samfélaginu og Steinþór sagði svo vera. Hann sagði siðferðislegu spurninguna alltaf erfiða þegar kæmi að því að afskrifa skuldir til þess að tryggja bestu útkomuna fyrir bankann. Hann sagði bankann í rauninni standa frammi fyrir syndum gömlu bankanna: „Lánastarfsemin fyrir hrun var skrítin," sagði Steinþór. Steinþór minnti á að sérstök eftirlitsnefnd, sem Alþingi skipaði, hefði eftirlit með bankanum „og þeir gefa okkur góða umsögn varðandi jafnræði," sagði Steinþór og átti við jafnræði á milli viðskiptavina. Þá áréttaði Steinþór að afskriftir væru ekki gjöf til viðkomandi sem fengi afskrifað. Bankinn skildi í raun fyrirtækin eftir skuldsett, en eingöngu þannig að fyrirtækin yrðu lífvænlega í framtíðinni. Hann sagði það mikilvægt fyrir samfélagið og bankann að sum fyrirtæki fengu að lifa áfram, meðal annars með tilliti til þeirra starfa sem gætu tapast ef fyrirtækin færu í þrot. Steinþór sagði bankann hafa möguleikann á því að setja þúsundir fyrirtækja í þrot. Það væru þó ekki góð viðskipti. Þórhallur spurði svo Steinþór í lok viðtalsins aftur um hinar gríðarlegu afskriftir sem eru fyrirhugaðar. Steinþór svaraði því til að þarna væri um fleiri hundruð milljarða afskriftir að ræða og tók undir orð Þórhalls um að það sem hefur verið afskrifað væri aðeins toppurinn á ísjakanum. „Já, vegna þess hvernig lánabækurnar voru," sagði Steinþór. Stím málið Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
„Við erum með fleiri hundruð milljarða sem á eftir að afskrifa," sagði bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, í viðtali við Þórhall Gunnarsson í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þórhallur gekk hart á Steinþór vegna afskrifta á skuldum Jakobs Valgeirs Flosasonar útgerðarmanns en hann kom meðal annars að Stím málinu umdeilda. Þá liggur fyrir að Jakob hefur fengið milljarða afskrifaða hjá hinum ýmsu aðilum. Þórhallur spurði Steinþór hvort þetta stæðist þá siðferðislegu ábyrgð sem bankinn hefði gagnvart samfélaginu og Steinþór sagði svo vera. Hann sagði siðferðislegu spurninguna alltaf erfiða þegar kæmi að því að afskrifa skuldir til þess að tryggja bestu útkomuna fyrir bankann. Hann sagði bankann í rauninni standa frammi fyrir syndum gömlu bankanna: „Lánastarfsemin fyrir hrun var skrítin," sagði Steinþór. Steinþór minnti á að sérstök eftirlitsnefnd, sem Alþingi skipaði, hefði eftirlit með bankanum „og þeir gefa okkur góða umsögn varðandi jafnræði," sagði Steinþór og átti við jafnræði á milli viðskiptavina. Þá áréttaði Steinþór að afskriftir væru ekki gjöf til viðkomandi sem fengi afskrifað. Bankinn skildi í raun fyrirtækin eftir skuldsett, en eingöngu þannig að fyrirtækin yrðu lífvænlega í framtíðinni. Hann sagði það mikilvægt fyrir samfélagið og bankann að sum fyrirtæki fengu að lifa áfram, meðal annars með tilliti til þeirra starfa sem gætu tapast ef fyrirtækin færu í þrot. Steinþór sagði bankann hafa möguleikann á því að setja þúsundir fyrirtækja í þrot. Það væru þó ekki góð viðskipti. Þórhallur spurði svo Steinþór í lok viðtalsins aftur um hinar gríðarlegu afskriftir sem eru fyrirhugaðar. Steinþór svaraði því til að þarna væri um fleiri hundruð milljarða afskriftir að ræða og tók undir orð Þórhalls um að það sem hefur verið afskrifað væri aðeins toppurinn á ísjakanum. „Já, vegna þess hvernig lánabækurnar voru," sagði Steinþór.
Stím málið Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira