Handbolti

Sverre hafði betur gegn Þóri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með íslenska landsliðinu.
Þórir Ólafsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán
Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þar sem Grosswallstadt vann nauman sigur á Lübbecke, 29-28.

Sverre Andreas Jakobsson var á sínum stað í vörn Grosswallstadt en Þórir Ólafsson var markahæstur hjá Lübbecke með sjö mörk.

Gummerbach vann Wetzlar, 33-23, en Kári Kristján Kristjánsson komst ekki á blað að þessu sinni hjá síðarnefnda liðinu.

Ahlen-Hamm gerði jafntefli við Friesenheim, 23-23. Einar Hólmgeirsson lék ekki með Ahlen-Hamm þar sem hann er meiddur.

Þetta var fyrsta stig nýliðanna í Ahlen-Hamm í haust og komst liðið þar með upp úr fallsæti. Wetzlar er stigalaust í botnsæti deildarinnar.

Grosswallstadt er í níunda sætinu með sex stig og Lübbecke í því ellefta með tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×