Viðskipti innlent

Samið við Deutsche Bank um að Björgólfur haldi Actavis

Sigríður Mogensen skrifar

Samkvæmt heimildum Fréttastofu er unnið að samkomulagi við Deutche bank, stærsta kröfuhafa Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem gengur út á að Björgólfur haldi Actavis.

Verðmæti Actavis er lykilatriði í skuldauppgjöri Björgólfs Thors. Kröfuhafar Björgólfs Thors eru Deutche bank, Landsbankinn, Glitnir og Straumur.

Eins og fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis voru þeir feðgar Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson meðal allra stærstu lántakendanna í íslenska bankakerfinu. Útlán til hóps Björgólfs Thors fóru hæst í um 240 milljarða króna.

Stærsti kröfuhafi Björgólfs Thors er hins vegar Deutche bank, en sem kunnugt er fjármagnaði þýski bankinn kaupin á Actavis árið 2007. Aðrir kröfuhafar fyrir utan Landsbankann eru Straumur, Glitnir og Kaupþing að litlu leyti.

Stærsta og mikilvægasta eign Björgólfs er eignarhluturinn í Actavis. Björgólfur Thor á einnig hlut í CCP, fjarskiptafyrirtækið Nova, hlut í Verne Holdings og hlut í símafyrirtækinu Play í Póllandi.

Björgólfur Thor segir í grein í Fréttablaðinu í dag að verið sé að vinna að uppgjöri skulda hans og að hann muni starfa í þágu kröfuhafa um ókomin ár.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu er unnið að samkomulagi við Deutche bank, stærsta kröfuhafa Björgólfs, sem gengur út á að Björgólfur haldi Actavis. Verðmætaaukning félagsins eða hugsanlegur söluhagnaður muni síðan ganga upp í skuldir hans við Deutche bank og það sem eftir stendur fara til annarra kröfuhafa. Hversu miklar endurheimtur á skuldum hans verða ræðst því að miklu leyti af framgangi Actavis og verðmætaþróun þess félags.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×