Dæmdur Rússi meðal stóreigenda Kaupþings 14. apríl 2010 09:37 Fram kemur í skýrslunni að samtals hafi Usmanov skuldað íslenskum bönkum 237 miljónir evra eða ríflega 40 milljarða kr. en þessi upphæð er ekki sundurgreind milli einstakra banka. Alisher Usmanov, rússneskur auðmaður og fyrrum fangi með skrautlega fortíð, er sagður hafa átt 1,48% í Kaupþingi þegar bankinn féll haustið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en þar er greint frá því að Usmanov hafi verið á lista yfir þá 20 stærstu skuldarana í íslensku bönkunum þegar þeir féllu.Í skýrslunni segir: „Tæplega 30 milljarða samningur var gerður í ágúst við Gallagher Holdings Limited, sem var í eigu rússneska kaupsýslumannsins Alisher Usmanov. Undirliggjandi hlutabréf í þeim viðskiptum var Mmc Norilsk Adr, alþjóðlegt námufyrirtæki upprunnið í Rússlandi. Samkvæmt lánaumsókn í Kaupþingi 24. september 2008 er Usmanov sagður eigandi 1,48% hlutar í Kaupþingi en sú lánaumsókn sneri að láni til kaupa tæplega 10% hlutar í finnska tryggingafélaginu Sampo.Fram kemur í skýrslunni að samtals hafi Usmanov skuldað íslenskum bönkum 237 miljónir evra eða ríflega 40 milljarða kr. en þessi upphæð er ekki sundurgreind milli einstakra banka. Samkvæmt framansögðu virðist megnið af skuldinni vera við Kaupþing.Í umfjöllun Wikipedia um Usmanov kemur fram að hann sat um sex ára skeið á níunda áratug síðustu aldar í fangelsi í Uzbekistan í Rússlandi eftir að hafa verið dæmdur fyrir mútur og fjárkúgun. Dómur hans hljóðaði upp á átta ára harða refsivist í þrælkunarbúðum. Hæstiréttur Uzbekistan snéri þessum dómi við árið 2000 og sagði að málaferlin hefðu verið tilbúningur. Þá var Usmanov á hraðri leið með að verða einn af auðugustu mönnum í heiminum.Í viðskiptaheimi Rússlands var Usmanov þekktur sem harðhaus Rússlands eða „the hard man of Russia" eins og það er orðað á Wikipedia. Dómurinn í Uzbekistan, þar sem Usmanov er fæddur, er ekki í fyrsta sinn sem hann kynnist málaferlum. Árið 2007 kemur nafn hans fram í málskjölum í Denver í Bandaríkjunum þar sem hann er sakaður um fjársvik, skjalafals o.fl. í lagadeilum um eina af gjöfulustu demantanámu í heimi. De Beers höfðaði mál um eignaréttinn á námunni gegn Arkhangel Diamond Corp. þar sem Usmanov sat sem varaformaður stjórnar félagsins.Usmanov er samkvæmt Forbes einn af auðugustu mönnum Rússlands og í 100. sæti yfir auðugustu menn heimsins en auður hans er metinn á 7,2 milljarða dollara. Usmanov var einn af þeim sem urðu ofurríkir á nær einni nóttu í stjórnartíð Boris Jeltsín á tíunda áratug síðustu aldar þegar rússnesku ríkisfyrirtækin voru einkavædd. Auður hans byggist að stórum hluta á námu- og málmvinnslufyrirtækjum auk þess að hann á stóran hlut í fjárfestingararmi Gazprom olíufélagsins.Á síðustu árum hefur Usmanov verið mikið í sviðsljósinu í Bretlandi sem einn af stærstu eigendum úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Hann hóf að kaupa hluti í Arsenal árið 2007 og á nú tæplega 30% í liðinu. Áhangendur Arsenal eru lítt hrifnir af þessum eigenda liðsins. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Alisher Usmanov, rússneskur auðmaður og fyrrum fangi með skrautlega fortíð, er sagður hafa átt 1,48% í Kaupþingi þegar bankinn féll haustið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en þar er greint frá því að Usmanov hafi verið á lista yfir þá 20 stærstu skuldarana í íslensku bönkunum þegar þeir féllu.Í skýrslunni segir: „Tæplega 30 milljarða samningur var gerður í ágúst við Gallagher Holdings Limited, sem var í eigu rússneska kaupsýslumannsins Alisher Usmanov. Undirliggjandi hlutabréf í þeim viðskiptum var Mmc Norilsk Adr, alþjóðlegt námufyrirtæki upprunnið í Rússlandi. Samkvæmt lánaumsókn í Kaupþingi 24. september 2008 er Usmanov sagður eigandi 1,48% hlutar í Kaupþingi en sú lánaumsókn sneri að láni til kaupa tæplega 10% hlutar í finnska tryggingafélaginu Sampo.Fram kemur í skýrslunni að samtals hafi Usmanov skuldað íslenskum bönkum 237 miljónir evra eða ríflega 40 milljarða kr. en þessi upphæð er ekki sundurgreind milli einstakra banka. Samkvæmt framansögðu virðist megnið af skuldinni vera við Kaupþing.Í umfjöllun Wikipedia um Usmanov kemur fram að hann sat um sex ára skeið á níunda áratug síðustu aldar í fangelsi í Uzbekistan í Rússlandi eftir að hafa verið dæmdur fyrir mútur og fjárkúgun. Dómur hans hljóðaði upp á átta ára harða refsivist í þrælkunarbúðum. Hæstiréttur Uzbekistan snéri þessum dómi við árið 2000 og sagði að málaferlin hefðu verið tilbúningur. Þá var Usmanov á hraðri leið með að verða einn af auðugustu mönnum í heiminum.Í viðskiptaheimi Rússlands var Usmanov þekktur sem harðhaus Rússlands eða „the hard man of Russia" eins og það er orðað á Wikipedia. Dómurinn í Uzbekistan, þar sem Usmanov er fæddur, er ekki í fyrsta sinn sem hann kynnist málaferlum. Árið 2007 kemur nafn hans fram í málskjölum í Denver í Bandaríkjunum þar sem hann er sakaður um fjársvik, skjalafals o.fl. í lagadeilum um eina af gjöfulustu demantanámu í heimi. De Beers höfðaði mál um eignaréttinn á námunni gegn Arkhangel Diamond Corp. þar sem Usmanov sat sem varaformaður stjórnar félagsins.Usmanov er samkvæmt Forbes einn af auðugustu mönnum Rússlands og í 100. sæti yfir auðugustu menn heimsins en auður hans er metinn á 7,2 milljarða dollara. Usmanov var einn af þeim sem urðu ofurríkir á nær einni nóttu í stjórnartíð Boris Jeltsín á tíunda áratug síðustu aldar þegar rússnesku ríkisfyrirtækin voru einkavædd. Auður hans byggist að stórum hluta á námu- og málmvinnslufyrirtækjum auk þess að hann á stóran hlut í fjárfestingararmi Gazprom olíufélagsins.Á síðustu árum hefur Usmanov verið mikið í sviðsljósinu í Bretlandi sem einn af stærstu eigendum úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Hann hóf að kaupa hluti í Arsenal árið 2007 og á nú tæplega 30% í liðinu. Áhangendur Arsenal eru lítt hrifnir af þessum eigenda liðsins.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira