Innlent

Skattahækkanir á almenning

Grískur almenningur finnur nú í vaxandi mæli fyrir kreppunni þar í landi en í dag tóku gildi skattahækkanir á matvæli og þjónustu.

Grísk stjórnvöld hafa boðað verulegan niðurskurð á opinberum útgjöldum til takast á við skuldavanda ríkisins sem er gríðarlegur.

Eftirlaunaaldur hefur verið hækkaður og þá hafa launalækkanir einnig verið boðaðar.

Í dag tóku gildi skattahækkanir á matvæli og þjónustu. Virðisaukaskattur á þjónustu var hækkaður úr 21 í 23 prósent en þetta er annað skiptið á þessu ári sem skatturinn er hækkaður. Skattur á matvæli var hækkaður úr tíu í ellefu prósent.

„What can we do? This is what they (Greek government) brought us to."

Kaupmenn telja víst að þetta muni draga verulega úr neyslu almennings.

Marios Karagiozis, verslunareigandi, segir viðskiptavini ekki hætta að versla, en fólk versli minna en áður. „Ef maður keypti áður tvö kíló af tómötum þá kaupir hann í dag fjóra eða fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×