Innlent

Lögmannsstofa keypti tónleika Baggalúts

Baggalútsmenn á góðri stund.
Baggalútsmenn á góðri stund. Mynd/Arnþór Birkisson

Lögmannsstofa keypti tónleika Baggalúts sem haldnir voru í Nauthólsvík í gær á uppboði í þágu góðs málefnis, en Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur, sem safnað hefur fé í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi fékk hljómsveitina í lið með sér.

Þórdís Elva gaf út bókina á Mannamáli um kynbundið ofbeldi á síðasta ári. Hún hleypti af stokkunum verkefninu Öðlingnum snemma á þessu ári, en um er að ræða samstöðuátak um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi.

Þórdís hefur undanfarið safnað fé fyrir neyðarmóttöku nauðgana og fékk gott fólk í lið með sér. „Ég fann marga öðlinga í þjóðfélaginu til að leggja þessu lið. Þar má nefna Karl Sigurðsson Baggalút sem var einn af helstu öðlingunum mínum þegar við hleyptum átakinu af stokkunum. Hann er svo mikill öðlingur að hann sannfærði alla hljómsveitarmeðli Baggalúts að troða upp á ákveðin hátt í þágu Neyðarmóttökunnar. Sá atburður var boðinn upp á uppboði sem við héldum til styrktar Neyðarmóttökunnar," segir Þórdís Elva.

Það var svo lögmaðurinn Halldór Birgisson sem keypti tónleikana á uppboðinu í nafni lögmannsstofu sinnar og gaf Krafti, félagi ungs fólks með krabbamein. Tónleikarnir með Baggalúti voru síðan í Nauthólsvík í gærkvöldi, en vel var mætt og rann allur ágóði til Krafts.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×