Innlent

Strætó og fólksbifreið lentu í árekstri

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Strætó og fólksbifreið lentu í árekstri í Lindarhverfinu um klukkan þrjú í dag. Lögregla og slökkvilið var kölluð á vettvang samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins.

Tvennt var flutt á spítala með áverka. Þau voru bæði í fólksbifreiðinni.

Þá varð olíuleki vegna árekstursins sem slökkviliðið vinnur við að þrífa upp. Ekki er um alvarlegt slys að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×