Velta eykst: Vísbending um hagvöxt? Hafsteinn Hauksson skrifar 16. júlí 2010 13:48 Velta jókst um tæp tíu prósent fyrstu mánuði ársins frá fyrra ári. Heildarvelta í atvinnulífinu eykst talsvert frá síðasta ári fyrstu fjóra mánuði ársins, og gæti verið vísbending um áframhaldandi hagvöxt. Velta í smásöluverslun eykst minna. Tölur Hagstofunnar yfir veltu eru byggðar á virðisaukaskattskýrslum fyrirtækja. Heildarvelta í atvinnulífinu eykst um tæp tíu prósent fyrstu fjóra mánuði ársins og nam alls rúmum 814 milljörðum í ár, samanborið við tæpa 746 milljarða á sama tímabili í fyrra. Tölurnar eru á nafnvirði, svo ekki hefur verið tekið tillit til verðbólgu. Að raunvirði, það er eftir að tölurnar hafa verið verðbólguleiðréttar, er aukningin því minni, eða um 1,3 prósent ef miðað er við meðalverðbólgu á tímabilinu. Velta gefur góðar vísbendingar um hagvöxt á tímabilinu, en aprílmánuður er sá fyrsti á öðrum ársfjórðungi. Í mars og apríl jókst veltan um tæp tíu prósent frá fyrra ári, og um fjórtán prósent frá fyrstu tveim mánuðum ársins, svo hugsanlega er það til marks um að nú verði hagvöxtur þriðja ársfjórðunginn í röð. Veltan eykst einna mest í endurvinnslu og framleiðslu málma, eða um meira en helming, en einnig í heilbrigðis og félagsþjónustu. Á sama tíma dregst veltan í stjórnsýslu og almannatryggingum hins vegar talsvert saman, eða um tæp 20 prósent. Velta í smásöluverslun eykst lítið eitt, eða um rúm tvö prósent. Það merkir að sé tekið mið af verðbólgu á tímabilinu hafi hún í raun dregist saman um rúm fimm prósent, þ.e. verðbólgan var meiri en veltuaukningin. Hún jókst einna mest í bóksölu og ritfangaverslun.Þá aukast viðskipti með bíla lítið eitt frá því í fyrra, en velta þeirra nemur þó aðeins rúmum þriðjungi þess sem var fyrir tveimur árum í ársbyrjun 2008. Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Heildarvelta í atvinnulífinu eykst talsvert frá síðasta ári fyrstu fjóra mánuði ársins, og gæti verið vísbending um áframhaldandi hagvöxt. Velta í smásöluverslun eykst minna. Tölur Hagstofunnar yfir veltu eru byggðar á virðisaukaskattskýrslum fyrirtækja. Heildarvelta í atvinnulífinu eykst um tæp tíu prósent fyrstu fjóra mánuði ársins og nam alls rúmum 814 milljörðum í ár, samanborið við tæpa 746 milljarða á sama tímabili í fyrra. Tölurnar eru á nafnvirði, svo ekki hefur verið tekið tillit til verðbólgu. Að raunvirði, það er eftir að tölurnar hafa verið verðbólguleiðréttar, er aukningin því minni, eða um 1,3 prósent ef miðað er við meðalverðbólgu á tímabilinu. Velta gefur góðar vísbendingar um hagvöxt á tímabilinu, en aprílmánuður er sá fyrsti á öðrum ársfjórðungi. Í mars og apríl jókst veltan um tæp tíu prósent frá fyrra ári, og um fjórtán prósent frá fyrstu tveim mánuðum ársins, svo hugsanlega er það til marks um að nú verði hagvöxtur þriðja ársfjórðunginn í röð. Veltan eykst einna mest í endurvinnslu og framleiðslu málma, eða um meira en helming, en einnig í heilbrigðis og félagsþjónustu. Á sama tíma dregst veltan í stjórnsýslu og almannatryggingum hins vegar talsvert saman, eða um tæp 20 prósent. Velta í smásöluverslun eykst lítið eitt, eða um rúm tvö prósent. Það merkir að sé tekið mið af verðbólgu á tímabilinu hafi hún í raun dregist saman um rúm fimm prósent, þ.e. verðbólgan var meiri en veltuaukningin. Hún jókst einna mest í bóksölu og ritfangaverslun.Þá aukast viðskipti með bíla lítið eitt frá því í fyrra, en velta þeirra nemur þó aðeins rúmum þriðjungi þess sem var fyrir tveimur árum í ársbyrjun 2008.
Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira