Viðskipti innlent

Segir þögn frumvarps festa völd banka í sessi

Almar Guðmundsson.
Almar Guðmundsson.

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda gagnrýnir nýtt frumvarp viðskiptaráðherra um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Hann segir að þögn frumvarpsins um eignarhald banka á atvinnufyrirtækjum festi í sessi óeðlileg völd bankanna í atvinnulífinu.

Ítök bankanna eru nú víðtæk í atvinnulífinu en þeira eiga fjölmörg fyrirtæki í samkeppnisrekstri í gegnum dótturfélög sín. Viðskiptaráðherra hefur nú lagt fram nýtt frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki sem er að margra mati til bóta. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, segir að skerpa þurfi hins vegar á ákvæðum laganna um þátttöku bankanna í óskyldum rekstri.

Almar segist sakna ákvæðis í frumvarpið sem takmarki nákvæmlega hversu lengi bankarnir geti átt atvinnufyrirtæki, enda sé ekki heppilegt að t.d bankar í ríkiseigu eigi árum saman fyrirtæki sem séu í harðri samkeppni við fyrirtæki í einkaeigu. Almar segir að þögn frumvarpsins um þetta atriði treysti völd bankanna enn frekar í sessi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×