Viðskipti innlent

Tilboð opnuð í Búðarhálsvirkjun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tilboðin verða opnuð í húsakynnum Landsvirkjunar klukkan tvö.
Tilboðin verða opnuð í húsakynnum Landsvirkjunar klukkan tvö.
Tilboð verða opnuð í byggingarhluta Búðarhálsvirkjunar í dag. Samkvæmt tilkynningu frá Landsvirkjun er gert ráð fyrir að verkið hefjist fyrir árslok og að virkjunin verði komin í fullan rekstur fyrir árslok 2013. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi ársverka sem skapist á Íslandi vegna byggingar virkjunarinnar verði á milli 600-700 yfir allan framkvæmdartímann. Þegar flest verði á vinnustað verði þar um 300 manns.

Gert er ráð fyrir að liðið geti um tíu vikur frá opnun tilboða þar til endanlegur verksamningur á milli Landsvirkjunar og verktaka liggur fyrir. Þegar búið er að opna tilboð fara Landsvirkjun og ráðgjafar hennar yfir þau tilboð sem borist hafa. Að því loknu taka við skýringarviðræður um einstök atriði tilboða og að þeim loknum er gengið til samninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×