Viðskipti innlent

Aflaverðmætið jókst um 16,4%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aflaverðmætið jókst í fyrra.
Aflaverðmætið jókst í fyrra.
Afli íslenskra skipa í fyrra var tæp 1.130 þúsund tonn, eða um 153 þúsund tonnum minni en árið 2008. Aflaverðmæti nam rúmum 115 milljörðum króna og jókst um 16,4% frá fyrra ári. Aflaverðmætið var hins vegar 2,8% minna ef mælt er á föstu verði.

Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi, mest uppsjávarafli sem landað var þar. Stærsti hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum eða rúm 42%. Af þorskaflanum fór mest í landfrystingu og einnig stærsti hluti ýsuaflans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×