Viðskipti innlent

Helgi Sigurðsson hættur hjá Nýja Kaupþingi

Höfuðstöðvar Kaupþings
Höfuðstöðvar Kaupþings Mynd/GVA

Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Nýja Kaupþings, hefur sagt starfi sínu lausi frá og með deginum í dag. Ákvörðunin kemur í kjölfar aðkomu Helga að kaupréttarsamningum starfsmanna gamla Kaupþings.

Það var DV sem greindi frá því í morgun að Helgi hafi sjálfur verið með himinhátt lán vegna hlutabréfakaupa í bankanum þegar hann lét vinna álit um að fella mætti ábyrgðir starfsmanna niður.

Kaupþing tekur sérstaklega fram í yfirlýsingu sinni að Helgi hafi ekki komið að málum tengdum lánum starfsmanna eftir að ný stjórn tók við.

Yfirlýsinguna í heild má lesa hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×