Fyrirtæki skila uppgjörum seint og illa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 29. apríl 2009 08:00 Rakel Sverrisdóttir. Mynd/Stefán „Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endurreisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum," segir Rakel og leggur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins nýlegum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upplýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrunið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar," segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila ársreikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skilafresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álagið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila uppgjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríflega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki tiltökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauðsynlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyrirtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo. Markaðir Viðskipti Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo og Viðskiptaráð hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki taki sig á og skili ársreikningum fyrr en seinna. Kostirnir séu margir. Bæði megi fá skýra mynd af stöðu fyrirtækja eftir hrunið í haust auk þess sem það geti hjálpað til við endurreisn þeirra. „Við vitum ekki hvernig fyrirtækjum reiddi af sem skila ekki ársreikningum," segir Rakel og leggur áherslu á að mikilvægt sé að byggja á eins nýlegum upplýsingum og völ er á. Því er æskilegt að fyrirtæki hraði skilum sínum svo hægt verði að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hrunsins á íslenskt atvinnulíf. Hún útilokar ekki að gamlar, jafnvel úreltar upplýsingar hafi komið fyrirtækjum illa fyrir hrunið. Stjórnendur hafi lagt fram allt að tveggja ára gamlar upplýsingar þegar lán voru tekin og það hafi komið þeim illa. „Ef við byggjum ekki ákvarðanir á nýjum upplýsingum þá eru auknar líkur á að þær séu ekki réttar," segir hún. Rúmlega 90 prósent fyrirtækja erlendis skila ársreikningum sínum á tilsettum tíma. Hér hefur skilafresturinn um margra ára skeið runnið út í ágústlok ár hvert. Rakel segir einungis um tíu til fimmtán prósent fyrirtækja vera búin að skila reikningum sínum þegar sá tími rennur upp. Þau gefi hins vegar í þegar skilafrestur er að baki og sé mesta álagið fyrstu vikurnar á eftir. Sem dæmi hafi tæplega sautján prósent fyrirtækja verið búin að skila uppgjörum sínum í september í fyrra. Í byrjun þessa mánaðar áttu enn 75 prósent skilaskyldra fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi fyrir þarsíðasta ár og fimmtungur fyrir árið á undan. Rakel segir ótrúlegt hversu mjög fyrirtæki dragi það að skila ársreikningi. Dæmi eru um fyrirtæki hafi ekki skilað ársreikningi í fimm ár. Ekki eru þó öll fyrirtæki í trassahópnum því ríflega þúsund fyrirtæki hafa þegar skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Í fyrrasumar tóku gildi nýjar reglur sem fela í sér að fyrirtæki geta átt yfir höfði sér sekt upp á kvartmilljón vanræki þau skil á árs- eða samstæðureikningi á tilsettum tíma. Tefjist skilin tvö ár í röð nemur sektin hálfri milljón fyrir hvert ár. Reiknað er með að heildarsektir gætu numið allt að hálfum milljarði króna vegna vanskilanna frá 2006. Rakel hefur efasemdir um gildi sekta enda kvartmilljón ekki þungur baggi fyrir mörg fyrirtæki og virðist sem stjórnendum finnist ekki tiltökumál þótt ítrekanir safni ryki. Hún segir nauðsynlegt að beita öðrum ráðum til að bæta heimtur, jafnvel álíka harkalegum og erlendis. Þar eru fyrirtæki afskráð skili þau ekki reikningi á tilsettum tíma. Þetta er hörð refsing, en virðist duga, að sögn framkvæmdastjóra Creditinfo.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira