Viðskipti innlent

Vöruskiptin 65,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra

Fyrstu fimm mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 171,1 milljarð króna en inn fyrir 146,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 24,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 41,5 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 65,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir 38,7 milljarða króna og inn fyrir 31,3 milljarða. Vöruskiptin í maí voru því hagstæð um 7,4 milljarða króna. Í maí 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 3,7 milljarða króna á sama gengi¹.



Fyrstu fimm mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruútflutnings 74,6 milljörðum eða 30,4% minna á föstu gengi1 en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 20,1% minna en á sama tíma árið áður.

Útfluttar iðnaðarvörur voru 48,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 27,1% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls, en einnig var samdráttur í útflutningi á sjávarafurðum og skipum og flugvélum.



Fyrstu fimm mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruinnflutnings 140,3 milljörðum eða 48,8% minna á föstu gengi1 en á sama tíma árið áður. Samdráttur varð í verðmæti nær allra liða innflutnings, mest í flutningatækjum, hrá- og rekstrarvöru og fjárfestingavöru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×