Handbolti

Löwen áfram í Meistaradeildinni

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Nordic Photos/Getty Images

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í dag þegar liðið vann 40-25 stórsigur á Chembery Savoie í milliriðli 2 í Meistaradeildinni í handbolta.

Með sigrinum tryggði Löwen sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í efri styrkleikaflokknum fyrir dráttinn í 16-liða úrslitin á morgun.

Liðin sem komin eru í 16-liða úrslit:

Hamburg, Medvedi Chekov, Rhein-Neckar Löwen, Croatia Sagreb, Veszprém, Flensburg, Kiel og Ciudad Real.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×