Viðskipti innlent

Hátt í 400 misstu vinnuna í hópuppsögnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls misstu 360 manns vinnuna í hópuppsögnum í júní.
Alls misstu 360 manns vinnuna í hópuppsögnum í júní.
Alls var 360 manns sagt upp í fjórum hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar í júní.

Í frétt á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að 270 manns var sagt upp hjá einu stóru verktakafyrirtæki í byggingariðnaði og koma þær uppsagnir til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember. Þar af voru yfir 70 manns sem aðeins voru með tímabundna ráðningu og nokkrir í viðbót voru á uppsagnarfresti.

„Önnur hópuppsögn barst að auki úr byggingariðnaði og er um 80% hópuppsagna að þessu sinni úr þeirri atvinnugrein, ein hópuppsögn barst úr iðnaðarstarfsemi og ein úr flutningastarfsemi. Þessar hópuppsagnir koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst og fram í desember," segir í frétt á vef Vinnumálastofnunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×