Neyðarlegt tap fyrir B-liði Svía Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2009 12:09 Róbert Gunnarsson var fyrirliði Íslands í dag. Nordic Photos / AFP Strákarnir okkar áttu slæman dag þegar að íslenska landsliðið tapaði fyrir B-liði Svía, 36-28, á æfingamóti í Svíþjóð. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. 13.28 Svíþjóð-B - Ísland 36-28, lokatölur Jæja, niðurlægingin algjör. Logi Geirsson fær rautt undir lokin fyrir að stjaka við einum Svíanum í hraðaupphlaupi og hrinda honum svo eftir að brotið var dæmt. Átta marka tap staðreynd og síðustu 20 mínútur leiksins voru hreint út sagt hræðilegar. Ekkert gekk, hvorki í vörn né sókn. Vissulega vantar marga lykilmenn í íslenska liðið en þessir leikmenn sem léku í dag eiga allir að geta gert miklu, miklu betur. Það fáa jákvæða við leikinn var innkoma Sigurbergs Sveinssonar sem skoraði nokkur góð mörk og þá átti Aron ágæta spretti í fyrri hálfleik. Logi var ágætur á köflum en allt of mistækur, eins og allir aðrir leikmenn liðsins. Varnarleikurinn var mjög lélegur - svo einfalt er það. Mörk Íslands: Logi Geirsson 8/3 Sigurbergur Sveinsson 4 Sturla Ásgeirsson 4 Róbert Gunnarsson 2 Aron Pálmarsson 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 Sverre Jakobsson 1 Þórir Ólafsson 1 Vignir Svavarsson 1 Einar Hólmgeirsson 1 Ragnar Óskarsson 1 Rúnar Kárason 1Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 6/1 Hreiðar Guðmundsson 5 13.22 Svíþjóð-B - Ísland 34-26 Svíarnir eru hreinlega að gera grín að íslensku strákunum. Varnarleikurinn er núna algerlega búinn og ekki mikið af viti að gerast í sókninni. 13.14 Svíþjóð-B - Ísland 29-24 Nú virðist sem svo að Ísland sé gjörsamlega búið að missa leikinn úr höndum sér. Sóknarleikurinn er í tómu tjóni og eftir að Hreiðar byrjaði vel í hálfleiknum hefur markvarslan verið lítil sem engin. Sóknarnýtingin er hreint skelfileg og tekst okkar mönnum ekki einu sinni að nýta sér hraðaupphlaupin. Tíu mínútur eftir. 13.06 Svíþjóð-B - Ísland 23-21 Ísland fékk fjöldamörg tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir í stöðunni 21-20. En óðagot og klaufagangur í sókninni var liðinu dýrkeypt og Svíar skoruðu þrjú mörk í röð á sömu mínútunni. Afar ódýrt. 13.01 Svíþjóð-B - Ísland 20-20 Ísland komst yfir, 20-19, með góðu marki frá Sigurbergi Sveinssyni. Sóknarleikurinn er þó fremur vandræðalegur, það verður að segjast. 12.57 Svíþjóð-B - Ísland 19-19 Svíar skora fyrsta markið í síðari hálfleik en Sigurbergur svarar fyrir Ísland. Hreiðar er kominn í markið í staðinn fyrir Björgvin. 12.41 Svíþjóð-B - Ísland 18-18, hálfleikur Þó svo að Ísland hafi verið undir næstum allan fyrri hálfleikinn tókst Íslandi að komast yfir á lokasekúndum fyrri hálfleiksins. Sem fyrr var vandræðagangur í sókninni en Aron náði skoti að marki sem fór inn. En Svíar náðu að svara í síðustu sókn hálfleiksins. En þó svo að Ísland hafi skorað átján mörk í þessum fyrri hálfleik hefur sóknarleikurinn verið merkilega slappur en markvörður Svía hefur varið allt of mörg skot. Það er þó fyrst og fremst varnarleikurinn sem er afar slakur og markvarslan hefur ekki verið upp á marga fiska. Mörk Íslands: Logi Geirsson 4/2 Sturla Ásgeirsson 3 Róbert Gunnarsson 2 Aron Pálmarsson 2 Sigurbergur Sveinsson 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Sverre Jakobsson 1 Þórir Ólafsson 1 Vignir Svavarsson 1 Einar Hólmgeirsson 1Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5 12.35 Svíþjóð-B - Ísland 16-15 Ísland átti tvo möguleika að komast yfir en nýtti þá ekki. Sigurbergur Sveinsson er kominn inn í íslenska liðið og virðist óhræddur sem er gaman að sjá. En sem fyrr er skotnýting íslenska liðsins einfaldlega of slæm. 12.25 Svíþjóð-B - Ísland 11-10 Svíar áttu kost á því að komast þremur mörkum yfir en því var bjargað. Varnarleikurinn er afar slakur þessa stundina. 12.17 Svíþjóð-B - Ísland 7-6 Íslenska sóknin byrjaði skelfilega í leiknum og Svíar komust í 4-2 eftir að hafa fært sér slæm mistök Íslands í nyt og skorað auðveld mörk í kjölfarið. En það hefur aðeins skánað nú og varnarleikurinn er sömuleiðis allur að koma til. Það vantar hins vegar enn að fá markvörsluna í gang. 12.11 Svíþjóð-B - Ísland 2-2 Ásgeir Örn kemur Íslandi yfir með gegnumbroti en Svíar svara strax í næstu sókn. Aron á svo skot að marki en það er varið. Svíar skora í næstu sókn en Róbert svarar fyrir Ísland af línunni. 12.10 Velkomin til leiks hér á Vísi en nú er leikurinn að hefjast. Þórir Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Aron Pálmarsson, Logi Geirsson, Sturla Ásgeirsson, Róbert Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru í byrjunarliði Íslands í dag gegn B-liði Svíþjóðar. Handbolti Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Strákarnir okkar áttu slæman dag þegar að íslenska landsliðið tapaði fyrir B-liði Svía, 36-28, á æfingamóti í Svíþjóð. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. 13.28 Svíþjóð-B - Ísland 36-28, lokatölur Jæja, niðurlægingin algjör. Logi Geirsson fær rautt undir lokin fyrir að stjaka við einum Svíanum í hraðaupphlaupi og hrinda honum svo eftir að brotið var dæmt. Átta marka tap staðreynd og síðustu 20 mínútur leiksins voru hreint út sagt hræðilegar. Ekkert gekk, hvorki í vörn né sókn. Vissulega vantar marga lykilmenn í íslenska liðið en þessir leikmenn sem léku í dag eiga allir að geta gert miklu, miklu betur. Það fáa jákvæða við leikinn var innkoma Sigurbergs Sveinssonar sem skoraði nokkur góð mörk og þá átti Aron ágæta spretti í fyrri hálfleik. Logi var ágætur á köflum en allt of mistækur, eins og allir aðrir leikmenn liðsins. Varnarleikurinn var mjög lélegur - svo einfalt er það. Mörk Íslands: Logi Geirsson 8/3 Sigurbergur Sveinsson 4 Sturla Ásgeirsson 4 Róbert Gunnarsson 2 Aron Pálmarsson 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 Sverre Jakobsson 1 Þórir Ólafsson 1 Vignir Svavarsson 1 Einar Hólmgeirsson 1 Ragnar Óskarsson 1 Rúnar Kárason 1Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 6/1 Hreiðar Guðmundsson 5 13.22 Svíþjóð-B - Ísland 34-26 Svíarnir eru hreinlega að gera grín að íslensku strákunum. Varnarleikurinn er núna algerlega búinn og ekki mikið af viti að gerast í sókninni. 13.14 Svíþjóð-B - Ísland 29-24 Nú virðist sem svo að Ísland sé gjörsamlega búið að missa leikinn úr höndum sér. Sóknarleikurinn er í tómu tjóni og eftir að Hreiðar byrjaði vel í hálfleiknum hefur markvarslan verið lítil sem engin. Sóknarnýtingin er hreint skelfileg og tekst okkar mönnum ekki einu sinni að nýta sér hraðaupphlaupin. Tíu mínútur eftir. 13.06 Svíþjóð-B - Ísland 23-21 Ísland fékk fjöldamörg tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir í stöðunni 21-20. En óðagot og klaufagangur í sókninni var liðinu dýrkeypt og Svíar skoruðu þrjú mörk í röð á sömu mínútunni. Afar ódýrt. 13.01 Svíþjóð-B - Ísland 20-20 Ísland komst yfir, 20-19, með góðu marki frá Sigurbergi Sveinssyni. Sóknarleikurinn er þó fremur vandræðalegur, það verður að segjast. 12.57 Svíþjóð-B - Ísland 19-19 Svíar skora fyrsta markið í síðari hálfleik en Sigurbergur svarar fyrir Ísland. Hreiðar er kominn í markið í staðinn fyrir Björgvin. 12.41 Svíþjóð-B - Ísland 18-18, hálfleikur Þó svo að Ísland hafi verið undir næstum allan fyrri hálfleikinn tókst Íslandi að komast yfir á lokasekúndum fyrri hálfleiksins. Sem fyrr var vandræðagangur í sókninni en Aron náði skoti að marki sem fór inn. En Svíar náðu að svara í síðustu sókn hálfleiksins. En þó svo að Ísland hafi skorað átján mörk í þessum fyrri hálfleik hefur sóknarleikurinn verið merkilega slappur en markvörður Svía hefur varið allt of mörg skot. Það er þó fyrst og fremst varnarleikurinn sem er afar slakur og markvarslan hefur ekki verið upp á marga fiska. Mörk Íslands: Logi Geirsson 4/2 Sturla Ásgeirsson 3 Róbert Gunnarsson 2 Aron Pálmarsson 2 Sigurbergur Sveinsson 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Sverre Jakobsson 1 Þórir Ólafsson 1 Vignir Svavarsson 1 Einar Hólmgeirsson 1Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5 12.35 Svíþjóð-B - Ísland 16-15 Ísland átti tvo möguleika að komast yfir en nýtti þá ekki. Sigurbergur Sveinsson er kominn inn í íslenska liðið og virðist óhræddur sem er gaman að sjá. En sem fyrr er skotnýting íslenska liðsins einfaldlega of slæm. 12.25 Svíþjóð-B - Ísland 11-10 Svíar áttu kost á því að komast þremur mörkum yfir en því var bjargað. Varnarleikurinn er afar slakur þessa stundina. 12.17 Svíþjóð-B - Ísland 7-6 Íslenska sóknin byrjaði skelfilega í leiknum og Svíar komust í 4-2 eftir að hafa fært sér slæm mistök Íslands í nyt og skorað auðveld mörk í kjölfarið. En það hefur aðeins skánað nú og varnarleikurinn er sömuleiðis allur að koma til. Það vantar hins vegar enn að fá markvörsluna í gang. 12.11 Svíþjóð-B - Ísland 2-2 Ásgeir Örn kemur Íslandi yfir með gegnumbroti en Svíar svara strax í næstu sókn. Aron á svo skot að marki en það er varið. Svíar skora í næstu sókn en Róbert svarar fyrir Ísland af línunni. 12.10 Velkomin til leiks hér á Vísi en nú er leikurinn að hefjast. Þórir Ólafsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Aron Pálmarsson, Logi Geirsson, Sturla Ásgeirsson, Róbert Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson eru í byrjunarliði Íslands í dag gegn B-liði Svíþjóðar.
Handbolti Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn