HM-samantekt: Jafntefli hjá Þýskalandi og Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 12:24 Það var hart tekið á Pascal Hens og félögum í þýska landsliðinu í gær. Nordic Photos / AFP Fá óvænt úrslit voru á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í handknattleik sem hófst í Króatíu í fyrrakvöld. Vísir tekur saman það helsta sem gerðist á fyrsta keppnisdegi. Evrópsku liðin voru áberandi í gær og unnu flest sína leiki gegn liðum sem voru ekki frá Evrópu. Eina undantekningin er sú að Túnis vann sigur á Makedóníu en síðarnefnda liðið vann Ísland í undankeppni mótsins. Annars voru einna athyglisverðustu úrslitin þau að heimsmeistararnir, Þýskaland, gerðu jafntefli í fyrsta leik gegn Rússum, 26-26. 24 lið eru mætt til leiks í Króatíu og keppa í fjórum sex liða riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla og taka með sér stigin sem þau fengu gegn öðrum liðum sem einnig komust áfram upp úr riðlinum. Liðin úr A- og B-riðlum fara í fyrri milliriðilinn og liðin úr C- og D-riðlunum í þann síðari. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli komast í undanúrslit mótsins.A-riðill: Úrslit: Slóvakía - Argentína 27-25 Ungverjaland - Ástralía 41-27 Frakkland - Rúmenía 31-21 Ólympíumeistarar Frakklands þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum gegn Rúmenum og fóru í gegnum leikinn af gömlum vana. Nikola Karabatic og Guigou voru markahæstir með sjö mörk hvor. Eins og mátti búast við áttu Ungverjar í nákvæmlega engum vandræðum með Ástrali en leikur Slóvakíu og Argentínu var meira spennandi. Á endanum skildi markvarsla Richard Stochl (sautján varin skot) og þrettán mörk Stranovsky-bræðranna á milli liðanna tveggja. Þetta var einkar mikilvægur sigur Slóvaka enda ljóst að Argentína myndi gera sterka atlögu að því að komast áfram annað hvort á kostnað Slóvaka eða Rúmena.B-riðill: Úrslit: Króatía - Suður-Kórea 27-26 Spánn - Kúveit 47-17 Svíþjóð - Kúba 41-14 Fyrirfram var þessi riðill, ásamt D-riðli, hvað minnst spennandi og Evrópuþjóðirnar þrjár taldar líklegastar til að komast áfram. En Suður-Kóreumenn minntu vel á sig í opnunarleiknum á föstudaginn og sýndu að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Gamla kempan Kyung-Shin Yoon er hættur með landsliðinu en þetta unga landslið stóð lengi vel í gestgjöfunum.C-riðill: Úrslit: Pólland - Alsír 39-22 Þýskaland - Rússland 26-26 Makedónía - Túnis 24-25 Túnis er líklega með sterkasta liðið á mótinu sem er ekki frá Evrópu. Liðið vann sigur á Íslandi á æfingamótinu í Svíþjóð og byrjaði vel í gær með því að leggja liðið sem gekk frá Íslandi í undankeppninni - Makedóníu. Wissem Hmam, einn besti leikmaður Túnis, var þó ekki með í gær vegna meiðsla. Pólverjar fóru létt með Alsír, 39-22, og leikur Þýskalands og Rússlands var aðeins einn tveggja leikja milli tveggja Evrópuþjóða - hinn var á milli Frakka og Rúmena. En það verður ekki annað sagt að Þjóðverjar hafi misst öruggan sigur úr höndunum. Liðið var með fimm marka forystu, 25-20, þegar níu mínútur voru til leiksloka en tókst að missa leikinn í jafntefli.D-riðill: Úrslit: Noregur - Sádí-Arabía 39-23 Egyptaland - Serbía 22-30 Danmörk - Brasilía 40-27 Það var afar fátt sem kom á óvart í þessum riðli og allir sigrar gærdagsins afar öruggir. Helst kom á óvart hversu öruggur sigur Serba á Egyptum var en greinilegt er það þarf mikið að gerast ef Evrópuþjóðirnar þrjár eiga ekki að komast áfram í milliriðlana.Leikir dagsins: A-riðill: 14.00 Ástralía - Slóvakía 16.00 Rúmenía - Ungverjaland 18.00 Argentína - FrakklandB-riðill: 15.30 Kúba - Spánn 17.30 Suður-Kórea - Svíþjóð 19.30 Kúvæt - KróatíaC-riðill: 14.30 Alsír - Makedónía 16.30 Túnis - Þýskaland 18.30 Rússland - PóllandD-riðill: 15.15 Brasilía - Noregur 17.15 Sádí-Arabía - Egyptaland 19.15 Serbía - Danmörk Handbolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Fá óvænt úrslit voru á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í handknattleik sem hófst í Króatíu í fyrrakvöld. Vísir tekur saman það helsta sem gerðist á fyrsta keppnisdegi. Evrópsku liðin voru áberandi í gær og unnu flest sína leiki gegn liðum sem voru ekki frá Evrópu. Eina undantekningin er sú að Túnis vann sigur á Makedóníu en síðarnefnda liðið vann Ísland í undankeppni mótsins. Annars voru einna athyglisverðustu úrslitin þau að heimsmeistararnir, Þýskaland, gerðu jafntefli í fyrsta leik gegn Rússum, 26-26. 24 lið eru mætt til leiks í Króatíu og keppa í fjórum sex liða riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla og taka með sér stigin sem þau fengu gegn öðrum liðum sem einnig komust áfram upp úr riðlinum. Liðin úr A- og B-riðlum fara í fyrri milliriðilinn og liðin úr C- og D-riðlunum í þann síðari. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli komast í undanúrslit mótsins.A-riðill: Úrslit: Slóvakía - Argentína 27-25 Ungverjaland - Ástralía 41-27 Frakkland - Rúmenía 31-21 Ólympíumeistarar Frakklands þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum gegn Rúmenum og fóru í gegnum leikinn af gömlum vana. Nikola Karabatic og Guigou voru markahæstir með sjö mörk hvor. Eins og mátti búast við áttu Ungverjar í nákvæmlega engum vandræðum með Ástrali en leikur Slóvakíu og Argentínu var meira spennandi. Á endanum skildi markvarsla Richard Stochl (sautján varin skot) og þrettán mörk Stranovsky-bræðranna á milli liðanna tveggja. Þetta var einkar mikilvægur sigur Slóvaka enda ljóst að Argentína myndi gera sterka atlögu að því að komast áfram annað hvort á kostnað Slóvaka eða Rúmena.B-riðill: Úrslit: Króatía - Suður-Kórea 27-26 Spánn - Kúveit 47-17 Svíþjóð - Kúba 41-14 Fyrirfram var þessi riðill, ásamt D-riðli, hvað minnst spennandi og Evrópuþjóðirnar þrjár taldar líklegastar til að komast áfram. En Suður-Kóreumenn minntu vel á sig í opnunarleiknum á föstudaginn og sýndu að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Gamla kempan Kyung-Shin Yoon er hættur með landsliðinu en þetta unga landslið stóð lengi vel í gestgjöfunum.C-riðill: Úrslit: Pólland - Alsír 39-22 Þýskaland - Rússland 26-26 Makedónía - Túnis 24-25 Túnis er líklega með sterkasta liðið á mótinu sem er ekki frá Evrópu. Liðið vann sigur á Íslandi á æfingamótinu í Svíþjóð og byrjaði vel í gær með því að leggja liðið sem gekk frá Íslandi í undankeppninni - Makedóníu. Wissem Hmam, einn besti leikmaður Túnis, var þó ekki með í gær vegna meiðsla. Pólverjar fóru létt með Alsír, 39-22, og leikur Þýskalands og Rússlands var aðeins einn tveggja leikja milli tveggja Evrópuþjóða - hinn var á milli Frakka og Rúmena. En það verður ekki annað sagt að Þjóðverjar hafi misst öruggan sigur úr höndunum. Liðið var með fimm marka forystu, 25-20, þegar níu mínútur voru til leiksloka en tókst að missa leikinn í jafntefli.D-riðill: Úrslit: Noregur - Sádí-Arabía 39-23 Egyptaland - Serbía 22-30 Danmörk - Brasilía 40-27 Það var afar fátt sem kom á óvart í þessum riðli og allir sigrar gærdagsins afar öruggir. Helst kom á óvart hversu öruggur sigur Serba á Egyptum var en greinilegt er það þarf mikið að gerast ef Evrópuþjóðirnar þrjár eiga ekki að komast áfram í milliriðlana.Leikir dagsins: A-riðill: 14.00 Ástralía - Slóvakía 16.00 Rúmenía - Ungverjaland 18.00 Argentína - FrakklandB-riðill: 15.30 Kúba - Spánn 17.30 Suður-Kórea - Svíþjóð 19.30 Kúvæt - KróatíaC-riðill: 14.30 Alsír - Makedónía 16.30 Túnis - Þýskaland 18.30 Rússland - PóllandD-riðill: 15.15 Brasilía - Noregur 17.15 Sádí-Arabía - Egyptaland 19.15 Serbía - Danmörk
Handbolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira