HM-samantekt: Jafntefli hjá Þýskalandi og Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 12:24 Það var hart tekið á Pascal Hens og félögum í þýska landsliðinu í gær. Nordic Photos / AFP Fá óvænt úrslit voru á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í handknattleik sem hófst í Króatíu í fyrrakvöld. Vísir tekur saman það helsta sem gerðist á fyrsta keppnisdegi. Evrópsku liðin voru áberandi í gær og unnu flest sína leiki gegn liðum sem voru ekki frá Evrópu. Eina undantekningin er sú að Túnis vann sigur á Makedóníu en síðarnefnda liðið vann Ísland í undankeppni mótsins. Annars voru einna athyglisverðustu úrslitin þau að heimsmeistararnir, Þýskaland, gerðu jafntefli í fyrsta leik gegn Rússum, 26-26. 24 lið eru mætt til leiks í Króatíu og keppa í fjórum sex liða riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla og taka með sér stigin sem þau fengu gegn öðrum liðum sem einnig komust áfram upp úr riðlinum. Liðin úr A- og B-riðlum fara í fyrri milliriðilinn og liðin úr C- og D-riðlunum í þann síðari. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli komast í undanúrslit mótsins.A-riðill: Úrslit: Slóvakía - Argentína 27-25 Ungverjaland - Ástralía 41-27 Frakkland - Rúmenía 31-21 Ólympíumeistarar Frakklands þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum gegn Rúmenum og fóru í gegnum leikinn af gömlum vana. Nikola Karabatic og Guigou voru markahæstir með sjö mörk hvor. Eins og mátti búast við áttu Ungverjar í nákvæmlega engum vandræðum með Ástrali en leikur Slóvakíu og Argentínu var meira spennandi. Á endanum skildi markvarsla Richard Stochl (sautján varin skot) og þrettán mörk Stranovsky-bræðranna á milli liðanna tveggja. Þetta var einkar mikilvægur sigur Slóvaka enda ljóst að Argentína myndi gera sterka atlögu að því að komast áfram annað hvort á kostnað Slóvaka eða Rúmena.B-riðill: Úrslit: Króatía - Suður-Kórea 27-26 Spánn - Kúveit 47-17 Svíþjóð - Kúba 41-14 Fyrirfram var þessi riðill, ásamt D-riðli, hvað minnst spennandi og Evrópuþjóðirnar þrjár taldar líklegastar til að komast áfram. En Suður-Kóreumenn minntu vel á sig í opnunarleiknum á föstudaginn og sýndu að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Gamla kempan Kyung-Shin Yoon er hættur með landsliðinu en þetta unga landslið stóð lengi vel í gestgjöfunum.C-riðill: Úrslit: Pólland - Alsír 39-22 Þýskaland - Rússland 26-26 Makedónía - Túnis 24-25 Túnis er líklega með sterkasta liðið á mótinu sem er ekki frá Evrópu. Liðið vann sigur á Íslandi á æfingamótinu í Svíþjóð og byrjaði vel í gær með því að leggja liðið sem gekk frá Íslandi í undankeppninni - Makedóníu. Wissem Hmam, einn besti leikmaður Túnis, var þó ekki með í gær vegna meiðsla. Pólverjar fóru létt með Alsír, 39-22, og leikur Þýskalands og Rússlands var aðeins einn tveggja leikja milli tveggja Evrópuþjóða - hinn var á milli Frakka og Rúmena. En það verður ekki annað sagt að Þjóðverjar hafi misst öruggan sigur úr höndunum. Liðið var með fimm marka forystu, 25-20, þegar níu mínútur voru til leiksloka en tókst að missa leikinn í jafntefli.D-riðill: Úrslit: Noregur - Sádí-Arabía 39-23 Egyptaland - Serbía 22-30 Danmörk - Brasilía 40-27 Það var afar fátt sem kom á óvart í þessum riðli og allir sigrar gærdagsins afar öruggir. Helst kom á óvart hversu öruggur sigur Serba á Egyptum var en greinilegt er það þarf mikið að gerast ef Evrópuþjóðirnar þrjár eiga ekki að komast áfram í milliriðlana.Leikir dagsins: A-riðill: 14.00 Ástralía - Slóvakía 16.00 Rúmenía - Ungverjaland 18.00 Argentína - FrakklandB-riðill: 15.30 Kúba - Spánn 17.30 Suður-Kórea - Svíþjóð 19.30 Kúvæt - KróatíaC-riðill: 14.30 Alsír - Makedónía 16.30 Túnis - Þýskaland 18.30 Rússland - PóllandD-riðill: 15.15 Brasilía - Noregur 17.15 Sádí-Arabía - Egyptaland 19.15 Serbía - Danmörk Handbolti Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Fá óvænt úrslit voru á fyrsta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í handknattleik sem hófst í Króatíu í fyrrakvöld. Vísir tekur saman það helsta sem gerðist á fyrsta keppnisdegi. Evrópsku liðin voru áberandi í gær og unnu flest sína leiki gegn liðum sem voru ekki frá Evrópu. Eina undantekningin er sú að Túnis vann sigur á Makedóníu en síðarnefnda liðið vann Ísland í undankeppni mótsins. Annars voru einna athyglisverðustu úrslitin þau að heimsmeistararnir, Þýskaland, gerðu jafntefli í fyrsta leik gegn Rússum, 26-26. 24 lið eru mætt til leiks í Króatíu og keppa í fjórum sex liða riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla og taka með sér stigin sem þau fengu gegn öðrum liðum sem einnig komust áfram upp úr riðlinum. Liðin úr A- og B-riðlum fara í fyrri milliriðilinn og liðin úr C- og D-riðlunum í þann síðari. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli komast í undanúrslit mótsins.A-riðill: Úrslit: Slóvakía - Argentína 27-25 Ungverjaland - Ástralía 41-27 Frakkland - Rúmenía 31-21 Ólympíumeistarar Frakklands þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum gegn Rúmenum og fóru í gegnum leikinn af gömlum vana. Nikola Karabatic og Guigou voru markahæstir með sjö mörk hvor. Eins og mátti búast við áttu Ungverjar í nákvæmlega engum vandræðum með Ástrali en leikur Slóvakíu og Argentínu var meira spennandi. Á endanum skildi markvarsla Richard Stochl (sautján varin skot) og þrettán mörk Stranovsky-bræðranna á milli liðanna tveggja. Þetta var einkar mikilvægur sigur Slóvaka enda ljóst að Argentína myndi gera sterka atlögu að því að komast áfram annað hvort á kostnað Slóvaka eða Rúmena.B-riðill: Úrslit: Króatía - Suður-Kórea 27-26 Spánn - Kúveit 47-17 Svíþjóð - Kúba 41-14 Fyrirfram var þessi riðill, ásamt D-riðli, hvað minnst spennandi og Evrópuþjóðirnar þrjár taldar líklegastar til að komast áfram. En Suður-Kóreumenn minntu vel á sig í opnunarleiknum á föstudaginn og sýndu að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Gamla kempan Kyung-Shin Yoon er hættur með landsliðinu en þetta unga landslið stóð lengi vel í gestgjöfunum.C-riðill: Úrslit: Pólland - Alsír 39-22 Þýskaland - Rússland 26-26 Makedónía - Túnis 24-25 Túnis er líklega með sterkasta liðið á mótinu sem er ekki frá Evrópu. Liðið vann sigur á Íslandi á æfingamótinu í Svíþjóð og byrjaði vel í gær með því að leggja liðið sem gekk frá Íslandi í undankeppninni - Makedóníu. Wissem Hmam, einn besti leikmaður Túnis, var þó ekki með í gær vegna meiðsla. Pólverjar fóru létt með Alsír, 39-22, og leikur Þýskalands og Rússlands var aðeins einn tveggja leikja milli tveggja Evrópuþjóða - hinn var á milli Frakka og Rúmena. En það verður ekki annað sagt að Þjóðverjar hafi misst öruggan sigur úr höndunum. Liðið var með fimm marka forystu, 25-20, þegar níu mínútur voru til leiksloka en tókst að missa leikinn í jafntefli.D-riðill: Úrslit: Noregur - Sádí-Arabía 39-23 Egyptaland - Serbía 22-30 Danmörk - Brasilía 40-27 Það var afar fátt sem kom á óvart í þessum riðli og allir sigrar gærdagsins afar öruggir. Helst kom á óvart hversu öruggur sigur Serba á Egyptum var en greinilegt er það þarf mikið að gerast ef Evrópuþjóðirnar þrjár eiga ekki að komast áfram í milliriðlana.Leikir dagsins: A-riðill: 14.00 Ástralía - Slóvakía 16.00 Rúmenía - Ungverjaland 18.00 Argentína - FrakklandB-riðill: 15.30 Kúba - Spánn 17.30 Suður-Kórea - Svíþjóð 19.30 Kúvæt - KróatíaC-riðill: 14.30 Alsír - Makedónía 16.30 Túnis - Þýskaland 18.30 Rússland - PóllandD-riðill: 15.15 Brasilía - Noregur 17.15 Sádí-Arabía - Egyptaland 19.15 Serbía - Danmörk
Handbolti Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira